Getur ferðaþjónusta haldið lífi í sveitum landsins? : tilviksrannsókn í sveitum Austur-Skaftafellssýslu

Ritgerðin er lokuð til 01.06.2050 Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort að ferðaþjónustan geti haldið lífi í sveitum landsins, en litið er þá sérstaklega í sveitirnar í Austur-Skaftafellssýslu. Ferðaþjónusta er vaxandi grein, sem gefur mörg störf og tækifæri. Þar sem mikil uppbygging hefur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svandís Perla Snæbjörnsdóttir 2000-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47949
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til 01.06.2050 Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka hvort að ferðaþjónustan geti haldið lífi í sveitum landsins, en litið er þá sérstaklega í sveitirnar í Austur-Skaftafellssýslu. Ferðaþjónusta er vaxandi grein, sem gefur mörg störf og tækifæri. Þar sem mikil uppbygging hefur verið á sveitum landsins undanfarið, þar er ferðaþjónusta í mikilli uppbyggingu, en á sama tíma þá er fækkun á meðal bænda sem starfa að fullu í landbúnaði. Til þess að fólk sem hefur minnkað eða hætt alfarið með landbúnað geti haldið áfram að búa í sveitinni, hefur það reynt að finna sér eitthvað annað sem hentar þeim til þess að hafa tök á því að búa þar enn þá. Þá byggja niðurstöður á megindlegum tölum frá Hagstofunni og Sveitarfélaginu Hornafirði um fjölda manns sem starfa í landbúnaði og ferðaþjónusta á landinu, fjölda manns í sveitarfélaginu í dag og á árum áður, ásamt fjölda gistirýma á svæðinu. Seinni hluti niðurstöðukaflans byggir á fjórum eigindlegum viðtölum við einstaklinga sem búa í sveitum Austur-Skaftafellsýslu. Viðmælendur höfðu ýmist verið með ferðaþjónustu samhliða landbúnaði, hætt landbúnaði algjörlega og eða hafa eingöngu verið með ferðaþjónustu. This research aims to investigate the impact of tourism on rural life in Iceland, with a specific focus on Austur-Skaftafellssýsla. As the tourism industry rapidly expands, it presents both opportunities and challenges for rural communities. While the countryside has experienced significant development and an influx of tourists, there has also been a decline in the number of full-time farmers. Many individuals who have reduced or ceased farming are seeking alternative means to sustain their livelihoods in rural areas. The study employs a mixed-methods approach, combining quantitative analysis with qualitative insights. Quantitative data sourced from Hagstofan and Sveitarfélagið Hornafjörður provide statistical trends on population, agricultural activities, tourism, and accommodations over time. Complementing this, qualitative interviews were conducted ...