Summary: | Staðsetningartengd stefnumótaforrit eins og Tinder og Smitten hafa verið vinsæl undanfarin ár í þeim tilgangi að leita sér að rómantískum eða kynferðislegum tengslum. Rannsókn þessi var framkvæmd með femíniskri nálgun til þess að kanna hvernig konur á aldursbilinu 25-30 ára og 45-50 ára upplifa samskipti við karlmenn á stefnumótaforritum á Íslandi og hvort birtingarmyndir karlmennskuhugmynda séu sýnilegar eða duldar á stefnumótaforritum. Til þess að öðlast djúpan skilning á viðfangsefninu voru notuð eigindleg viðtöl við framkvæmd rannsóknarinnar. Skoðaðar voru kenningar um kynjahlutverk og mismunandi karlmennskur, sem og erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stefnumótaforritum til þess að styðjast við. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hugmyndir samfélagsins um ráðandi karlmennsku séu ennþá til staðar þegar kemur að hvað konum þykir heillandi. Einnig kom í ljós að konur notuðu helst stefnumótaforrit í afþreyingarskyni en einnig til að leita eftir rómantískum tengslum. Rannsóknin bendir líka til þess að aukin vitundarvakning íslensks samfélags sé að skila sér þegar kemur að óumbeðnum kynfæramyndum, þó eigum við ennþá langt í land. Location-based dating apps like Tinder and Smitten have been popular in recent years for the purpose of seeking romantic or sexual connections. This study was carried out using a feminist approach in order to investigate how women between the ages of 25-30 and 45-50 experience interactions with men on dating apps in Iceland, and whether the social construct of masculinites are visible or hidden on dating apps. In order to gain a deep understanding of the subject, qualitative interviews were used during the research. Theories on gender roles and different masculinities were examined, along with previous international research conducted on dating apps for support. The main findings of the study indicate that the ideas of hegemonic masculinity are still present when it comes to what women find attractive. It was also found that women mostly used dating apps for ...
|