Áhrif Boozt á kauphegðun Íslendinga : framtíðarhorfur á samkeppnismarkaði á Íslandi

Þessi ritgerð fjallar um netverslunina Boozt og neytendahegðun Íslendinga hvað þá verslun snertir. Á síðustu árum hafa vinsældir netverslana farið vaxandi. Það er t.d. vegna tilkomu snjallsíma og aukinnar þarfar neytenda til að spara sér tíma. Margar mismunandi netverslanir hafa sprottið upp hér á l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Guðrún Albertsdóttir 2001-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47922
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um netverslunina Boozt og neytendahegðun Íslendinga hvað þá verslun snertir. Á síðustu árum hafa vinsældir netverslana farið vaxandi. Það er t.d. vegna tilkomu snjallsíma og aukinnar þarfar neytenda til að spara sér tíma. Margar mismunandi netverslanir hafa sprottið upp hér á landi á síðustu árum og er Boozt dæmi um það. Boozt er netverslun sem selur föt, snyrtivörur, skó o.fl. Netverslunin kom á íslenskan markað árið 2021 en hún er einnig starfandi í fjölda annarra landa. Ýmiss fræði eru skoðuð og skrif frá hinum ýmsu fræðimönnum varðandi neytendur, neytendahegðun og áhrifaþætti hennar. Markmið þessarar rannsóknar var að komast að því hvort neytendahegðun Íslendinga hefði breyst með tilkomu Boozt á Íslandi. Hvaða hópar kaupa helst föt af Boozt og hvers vegna fólk kaupir föt af Boozt eða hvers vegna ekki? Megindleg rannsókn var framkvæmd í formi spurningakönnunar til þess að uppfylla markmið rannsóknarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að líkur séu á því að neytendahegðun Íslendinga hafi breyst þegar Boozt kom á íslenskan markað. Verslunin var fljót að skapa sér sess hér á landi og rannsóknin bendir til þess að markaðshlutdeild verslunarinnar muni líklega koma til með að aukast á næstu árum eða að minnsta kosti standa í stað. Bakgrunnsbreytur eins og kyn, tekjur, fjöldi heimilismanna og aldur hafa áhrif á það hvort fólk kaupi föt á Boozt og/eða hversu oft. Einnig voru niðurstöðurnar þær að verð, afhendingar- og kaupferli væru helstu ástæður þess að fólk keypti föt á Boozt en helstu ástæður þess að fólk keypti ekki föt á Boozt tengjast óvissu og áhugaleysi. This essay examines the online store Boozt and the consumer behaviour of Icelanders with respect to that store. The popularity of e-commerce has increased significantly in the last few years, partly due to the emergence of smartphones and consumers’ increased need to save time. A variety of online stores have emerged in Iceland over the last few years, with Boozt being a prime example. Boozt is an online store that sells ...