Markaðssetning orkudrykkja á samfélagsmiðlum : hvernig er hægt að nýta samfélagsmiðla til að hámarka markaðssetningu orkudrykkja? : hefur markaðssetning orkudrykkja á samfélagsmiðlum og áhrifavaldar áhrif á neyslu fólks á orkudrykkjum?

Orkudrykkir og neysla þeirra á Íslandi hefur aukist mikið á undanförnum árum og er það með hjálp markaðssetningar á samfélagsmiðlum. Orkudrykkir hafa oftast hátt koffíninnihald og einnig aukaverkanir sem hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Neikvæðu áhrifin hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Ingunn Svansdóttir 2001-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47921
Description
Summary:Orkudrykkir og neysla þeirra á Íslandi hefur aukist mikið á undanförnum árum og er það með hjálp markaðssetningar á samfélagsmiðlum. Orkudrykkir hafa oftast hátt koffíninnihald og einnig aukaverkanir sem hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Neikvæðu áhrifin hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Markaðssetning er vörumerkjunum mikilvæg og vörurnar á markaði sömuleiðis þar sem samfélagsmiðlar eru vinsælir og hluti af nútímasamfélagi. Auknar vinsældir leiða fyrirtæki í markaðssetningu í átt að samfélagsmiðlum þar sem ungmenni og fullorðið fólk notar miðlana dagsdaglega og oft í marga tíma í senn. Fyrirtækin markaðssetja vörur sínar oft á samfélagsmiðlum með hjálp frá áhrifavöldum. Mér þótti áhugavert hvað markaðssetning á samfélagsmiðlum getur haft mikil áhrif á þann sem er á bak við skjáinn og hvað fyrirtækin geta komist langt með markaðssetningu og aukið þannig vinsældir á vörunum sínum. Þess vegna var lögð áhersla á að afla upplýsinga um markaðssetningu orkudrykkja á samfélagsmiðlum og hvernig væri hægt að nýta miðlana til að hámarka markaðssetningu þeirra. Höfundur notaðist við megindlega rannsóknaraðferð til að auka skilning á efninu. Framkvæmd var spurningakönnun sem send var út á netið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að margir drekka orkudrykki daglega og fylgja orkudrykkjaframleiðendum á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlanotkun er mikil og voru allir þátttakendur notendur á einhverjum samfélagsmiðlum. Auglýsingar orkudrykkja á samfélagsmiðlum sjást vel, tekið er eftir þeim og verður fólk þar af leiðandi fyrir áhrifum markaðssetningar. Markaðssetning orkudrykkjaframleiðenda á samfélagsmiðlum hefur áhrif á fólk og neyslu þeirra á orkudrykkjum. Energy drinks and their consumption in Iceland have increased a lot in recent years, and is that because of the help of marketing on social media. Energy drinks usually have a high caffeine content, and because of that, there can be side effects, both positive and negative. The negative affects can cause both physical and mental health problems. Marketing is ...