The relationship between COVID-19 diagnosis, gender, and insomnia symptoms among the general population in Northeast Iceland

Þessi rannsókn kannar algengi svefnleysis og kynjamun meðal COVID-19 sjúklinga á Norð-Austurlandi, með sérstakri áherslu á tíma frá COVID-19 greiningu. Aðal mælitækið er Insomnia Severity Index sem er notað til að kanna viðvarandi einkenni svefnleysis á meðan COVID-19 batatímabilinu stóð. Alls tóku...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Arngrímsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:English
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47913
Description
Summary:Þessi rannsókn kannar algengi svefnleysis og kynjamun meðal COVID-19 sjúklinga á Norð-Austurlandi, með sérstakri áherslu á tíma frá COVID-19 greiningu. Aðal mælitækið er Insomnia Severity Index sem er notað til að kanna viðvarandi einkenni svefnleysis á meðan COVID-19 batatímabilinu stóð. Alls tóku 218 þátttakendur þátt í rannsókninni, þar af gáfu 152 upplýsingar um bæði COVID-19 greiningu sína og einkenni svefnleysis. Niðurstöðurnar sýndu fram á að tími frá COVID-19 greiningu hafði marktæk áhrif á alvarleika svefnleysis einkenna án þess að marktækur munur hafi fundist á milli kynja. Hæstu ISI skorin komu í ljós hjá þátttakendum sem voru greindir fyrir 31-45 dögum síðan. Þetta tímabil gæti verið mikilvægur gluggi til þess að huga að inngripum þar sem alvarleiki svefnleysis virðist ná hámarki á þessu tímabili sem er mitt á milli hinna. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að grípa inn í á réttum tíma til þess að bæta heilsufar einstaklinga og þar með draga úr víðtækari félagslegum og efnahagslegum áhrifum heimsfaraldra. Þessi rannsókn leggur einnig áherslu á mikilvægi þess að yfirgripsmikil vinnubrögð verði hönnuð gegn svefnleysi sem sameina bæði huglægar og hlutlægar aðferðir til þess að mæla svefngæði. Áframhaldandi rannsóknir ættu að stefna að því að skoða stærri og fjölbreyttari úrtök og rannsaka langtíma þróun á einkennum svefnleysis til þess að bæta inngripsaðferðir enn fremur. This study investigated the prevalence in insomnia symptoms and gender differences among COVID-19 patients in Northeast Iceland. A special focus was placed on exploring whether the time since COVID-19 diagnosis differentially influenced Insomnia symptoms among males and females. The Insomnia Severity Index was utilized to explore the persistence and severity of insomnia symptoms during the recovery phase from COVID-19. In total 218 participants took part in the study, with 152 providing information on both their COVID-19 diagnosis and insomnia symptoms. The results revealed that the time since COVID-19 diagnosis significantly ...