Rannsókn á heiðarleika lögreglunema : samanburður á viðhorfum lögreglunema við HA og LSR

Árið 2016 var Lögregluskóli ríkisins (LSR) lagður niður og nýtt lögreglunám búið til hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Námið var einnig lengt úr þremur önnum í fjórar og meiri áhersla lögð á akademíska þekkingu lögreglunema samhliða starfsþjálfun. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að nemendu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Sóley Þorkelsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47899
Description
Summary:Árið 2016 var Lögregluskóli ríkisins (LSR) lagður niður og nýtt lögreglunám búið til hjá Háskólanum á Akureyri (HA). Námið var einnig lengt úr þremur önnum í fjórar og meiri áhersla lögð á akademíska þekkingu lögreglunema samhliða starfsþjálfun. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að nemendur HA liti alvarlegum augum á þær siðaklemmur sem þátttakendur áttu að meta og hvort að þeir væru líklegri heldur en nemendur LSR, til að tilkynna hegðunina sem kom fram í siðaklemmunni. Auk þess var lagt upp með að skoða hvort að marktækur munur væri á svörum karla og kvenna. Til þess að athuga það var lögð fyrir könnun sem byggist á spurningalista Klockars varðandi viðhorf lögreglumanna til heiðarleika. Spurningalistinn innihélt 11 dæmisögur um siðaklemmur sem gætu mögulega komið upp í starfi lögreglumanna. Könnunin var lögð fyrir nemendur við lögreglu- og löggæslufræði HA í byrjun árs 2024 og voru niðurstöður hennar bornar saman við svör lögreglunema við LSR á árunum 2005–2008, við sama spurningalista. Einnig var notast við svör frá nemendum á öðru ári við lögreglu- og löggæslufræði HA frá árinu 2021. Niðurstöður rannsóknarinnar byggjast á svörum frá 119 nemendum LSR og 84 nemendum HA. Framkvæmt var Mann-Whitney U próf til að athuga hvort marktækan mun væri að finna á svörum milli hópa. Einungis fékkst marktækur munur milli hópa við almennu þoli gagnvart heiðarleika í fjórum siðaklemmum, þar sem nemendur HA voru með minna þol gagnvart hegðuninni í tveimur. Það var bara marktækur munur á milli svara við fjórum sögum varðandi alvarleika, þar sem nemendur LSR töldu atvikalýsinguna vera alvarlegri í þremur tilfellum. Varðandi tilkynningu, fékkst aðeins marktækur munur í þremur sögum og þar af voru nemendur HA líklegri til að tilkynna hegðunina sem átti sér stað í tveimur sögum. Enginn marktækur munur var á milli kynja. The Police Academy (PA) was closed in 2016, and a new police education programme was established at the University of Akureyri (Unak). The educational program was also extended by one year, with greater ...