From automaticity to awareness : the mediating effects of self-compassion in the relationship between habitual negative thinking and depressive symptoms

Þessi ritgerð kannar hlutverk sjálfsmildis (e. self-compassion) sem miðlunarbreytu í sambandi vanabundinna neikvæðra hugsana (e. habitual negative thinking) (VNH) og þunglyndiseinkenna. Greiningin fólst í vinnslu gagna frá 217 einstaklingum á Norðurlandi eystra sem fylltu út eftirfarandi sjálfsmatsk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna Magdalena Chr. Pouyet 1983-, María Ósk Friðbertsdóttir 1981-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47891
Description
Summary:Þessi ritgerð kannar hlutverk sjálfsmildis (e. self-compassion) sem miðlunarbreytu í sambandi vanabundinna neikvæðra hugsana (e. habitual negative thinking) (VNH) og þunglyndiseinkenna. Greiningin fólst í vinnslu gagna frá 217 einstaklingum á Norðurlandi eystra sem fylltu út eftirfarandi sjálfsmatskvarða: Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9) til að meta þunglyndiseinkenni, Habit Index of Negative Thinking Scale (HINT) til að meta VNH, og Self-Compassion Scale (SCS) til að meta sjálfsmildi. Niðurstöður úr miðlunargreiningu sýna marktæk bein áhrif af VNH á þunglyndiseinkenni og óbein áhrif VNH í gegnum sjálfsmildi á þunglyndiseinkenni. Því fleiri sem VNH eru því meiri eru þunglyndiseinkennin, á meðan meira sjálfsmildi tengist minna af þunglyndiseinkennum. Miðlunaráhrif í gegnum sjáfsmildi skýra 29.15% af heildaráhrifunum á meðan bein áhrif af vanabundnum neikvæðum hugsunum á þunglyndiseinkenni skýra 70.85% og miðlar því sjálfsmildi hluta af þessu sambandi. VNH hafa því ekki einungis áhrif á þunglyndiseinkenni heldur geta líka breytt tilfinningaferlum á borð við sjálfsmildi sem aftur hefur svo áhrif á þunglyndiseinkenni. Þessar niðurstöður benda því til þess að leiðin til þunglyndis sé tvíþætt, þar sem VNH hafa bæði bein og óbein áhrif á þunglyndiseinkenni og gæti því gagnast einstaklingum með mikið af VNH meðferðir sem miða að því að minnka VNH og auka sjálfsmildi. This thesis explores the relationships between habitual negative thinking (HNT), self-compassion and depressive symptoms and in particular the mediating role of self-compassion. The sample consisted of 217 individuals from the North-eastern region of Iceland. Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9) was used to measure depressive symptoms, the Habit Index of Negative Thinking Scale (HINT) for assessing habitual negative thinking, and the Self-Compassion Scale (SCS) was used to evaluate levels of self-compassion. Results indicated that higher levels of HNT predicted higher depressive symptoms, while higher scores of self-compassion predicted less ...