Símahlustun sem rannsóknarúrræði lögreglu við rannsókn sakamála

Ritgerð þessi fjallar um símahlustun sem rannsóknarúrræði við meðferð sakamála hjá lögreglu. Áhersla er lögð á að skoða hvaða skilyrði eru fyrir því að veita heimild til símahlustunar og hvaða réttaráhrif það hefur í för með sér ef lögum er ekki fylgt. Fjallað er um réttinn til friðhelgi einkalífs s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnús Þór Jónsson 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47854
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um símahlustun sem rannsóknarúrræði við meðferð sakamála hjá lögreglu. Áhersla er lögð á að skoða hvaða skilyrði eru fyrir því að veita heimild til símahlustunar og hvaða réttaráhrif það hefur í för með sér ef lögum er ekki fylgt. Fjallað er um réttinn til friðhelgi einkalífs sem varinn er bæði í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu. Einnig er fjallað um heimild til skerðingar þeirra mikilvægu mannréttinda sem friðhelgin er og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að heimild fáist til skerðingar þeirra. Fjallað er um rannsókn sakamála með áherslu á umfjöllun um þær reglur sem gilda um beitingu þvingunarráðstafana og markmið rannsóknar sakamála. Þungamiðja ritgerðarinnar er umfjöllun um XI. kafla laga um meðferð sakamála en sá kafli fjallar um símahlustun og önnur sambærileg úrræði lögreglu við rannsókn sakamála. Fjallað er um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að heimild til símahlustunar sé veitt, gildi sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti og úrræði til handa þeim sem beittir hafa verið ólögmætum aðgerðum. Þá eru skoðaðir dómar og dómsúrskurðir þar sem teknar hafa verið fyrir kröfur um beitingu símahlustunar við rannsókn sakamála. This essay discusses phone tapping as an investigative tool in criminal proceedings by the police. The emphasis is on examining the conditions for authorizing phone tapping and the legal implications if procedures are not followed. It addresses the right to privacy of ones private life, protected both in the Constitution of the Republic of Iceland and the European Convention on Human Rights. Additionally, it discusses the authorization for restricting these fundamental human rights and the conditions required to obtain authorization for such restrictions. The essay covers criminal investigations with a focus on discussing the rules governing the use of coercive measures and the objectives of criminal investigations. The main focus of the essay is the discussion of Chapter XI of the Criminal Procedure Act, which deals with ...