Er svigrúm fyrir sveigjanleika? : viðhorf starfsfólks leikskóla til innritunar tólf mánaða barna með þarfir þeirra í huga

Með innritun tólf mánaða barna í leikskóla birtust nýja áskoranir og nýjar leiðir sem starfsfólk leikskóla þyrfti að tileikna sér til að mæta þörfum þessara barna. Hágæða-umönnun í leikskólum hefur jákvæð áhrif á þroska barna og vert er að huga að og hlusta á raddir starfsfólks til að tryggja þessa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Iveta Borcová 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47823
Description
Summary:Með innritun tólf mánaða barna í leikskóla birtust nýja áskoranir og nýjar leiðir sem starfsfólk leikskóla þyrfti að tileikna sér til að mæta þörfum þessara barna. Hágæða-umönnun í leikskólum hefur jákvæð áhrif á þroska barna og vert er að huga að og hlusta á raddir starfsfólks til að tryggja þessa góðu og nægilegu umönnun. Meginmarkmið og tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf starfsfólks leikskóla til innritunar tólf mánaða barna með þarfir þeirra í huga. Einnig var rýnt í sjónarhorn starfsfólks um mögulegar breytingar og umbætur í leikskólum til að geta eins og best verður á kosti tekið tillit til þarfa yngstu barnanna. Rannsóknin var byggð á eigindlegri aðferðafræði með viðmælendum sem valdir voru með tilgangsúrtak. Tekin voru einstaklingsviðtöl við átta einstaklinga í fjórum leikskólum á Akureyri, einn deildastjóra og einn starfsmann úr hverjum leikskóla sem hafði reynslu af yngstu deildinni í að minnsta kosti eitt skólaár. Val leikskóla byggðist á því að viðkomandi leikskóli innritaði börn á aldrinum allt niður í tólf mánaða aldur haustið 2022. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu nóvember til desember 2023. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningu: Hvert er viðhorf starfsfólks leikskóla til innritunar tólf mánaða barna með þarfir þeirra í huga? Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að starfsfólk á yngstu deildum í leikskólum lagði mikla áherslu á sveigjanleika og góða umönnun og tók tillit til þarfa barna eftir bestu getu. Helstu hindranir sem ollu starfsfólki erfiðleikum við að mæta þörfum allra barna voru ófullnægjandi starfsaðstæður, óhentugt húsnæði án nægilegs viðhalds og skortur á leikefnum, sem allt tengist fjármagnsskorti og takmörkuðum samskiptum sveitarfélagsins við starfsfólk. Auk þess var óánægja með mikinn fjölda barna og plássleysi á yngstu deildum sem þátttakendur töldu hafa áhrif á gæði umönnunarinnar. Is there a space for flexibility? Attitudes of preschool teachers towards enrollment of twelve-months-old children with their needs in mind. With the enrollment of ...