Undir berum himni : útikennsla barna í leikskólum

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla barna á leikskólum. Þegar talað er um útikennslu er átt við það þegar nám barna er fært út fyrir veggi leikskólans. Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjall...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Védís Alma Ingólfsdóttir 2000-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47815
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla barna á leikskólum. Þegar talað er um útikennslu er átt við það þegar nám barna er fært út fyrir veggi leikskólans. Ritgerðinni er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað almennt um útikennslu ásamt því að farið er yfir þann ávinning sem útikennsla hefur fyrir börn á leikskólaaldri. Útivist er mikilvæg fyrir börn þar sem hún gefur þeim tækifæri á að kynnast umhverfi sínu með skilningarvitum sínum. Hún veitir börnum tækifæri til að rannsaka og uppgötva ásamt því að þau fá tækifæri til að hreyfa sig, sem er börnum mikilvægt. Farið er yfir kenningar fræðimannanna John Dewey, Lev Vygotsky og Piaget og hugmyndir þeirra um nám og þroska barna. Í öðrum hluta er fjallað um hlutverk kennara í útikennslu. Í þriðja hlutanum er síðan kennsluefnið sem ég bjó til útskýrt og markmiðið með því. Kennsluefnið er meiginviðfangsefni ritgerðarinnar og byggir það á þeirri umfjöllun sem lögð er fram um útikennslu, og er það sett upp svo að það sé aðgengilegt til útprentunar. This thesis is the final project for the B.Ed. degree at the Faculty of Education of the University of Akureyri. The subject of the thesis is outdoor education for children in kindergarten. When we talk about outdoor education, we mean when children's learning is taken outside the walls of the kindergarten. The essay is divided into three parts. In the first, outdoor education is discussed in general and the benefits of outdoor education for children of preschool age are reviewed. Outdoor activities are important for children as they provide an opportunity to learn about their surroundings through their senses. It gives children the opportunity to explore and discover as well as the opportunity to move, which is important to children. The theories of John Dewey, Lev Vygotsky and Piaget and their ideas about learning and children's development are reviewed. The second part discusses the role of teachers in outdoor education. The ...