Virkt tvítyngi í íslensku námsumhverfi : að byggja undir lesskilning með markvissri kennslu í námsorðaforða

Ritgerð þessi er B.Ed.-lokaverkefni í kennarafræði á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri og er liður í því að öðlast dýpri skilning á því hvernig styrkja megi íslenskunám barna með annað móðurmál en íslensku og beita hentugum kennsluaðferðum sem styðja við virkt tvítyngi nemenda. Markmið ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldóra Sædís Halldórsdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47801
Description
Summary:Ritgerð þessi er B.Ed.-lokaverkefni í kennarafræði á grunnskólakjörsviði við Háskólann á Akureyri og er liður í því að öðlast dýpri skilning á því hvernig styrkja megi íslenskunám barna með annað móðurmál en íslensku og beita hentugum kennsluaðferðum sem styðja við virkt tvítyngi nemenda. Markmið verkefnisins er að kanna hvernig nám í íslensku menntakerfi getur leitt til þess að nemendur með annað móðurmál en íslensku farnist betur í námi sem og að finna hentugar leiðir til þess að beita virku tvítyngi í kennslu, svo nemendur nái að auka orðaforða og lesskilning í móðurmáli sínu og íslensku samhliða. Fjallað verður um þær breytingar sem hafa orðið á Íslandi síðastliðin ár með tilkomu mikilla fólksflutninga hingað til lands og fjölgunar barna í skólakerfinu sem hafa annað móðurmál en íslensku. Ritgerðin er heimildaritgerð og sótti ég heimildir í kenningar fræðimanna sem hafa rannsakað málefni barna með erlendan bakgrunn. Ég vitna í ritrýndar greinar og sæki efni úr bókum og köflum sem varpa ljósi á aðstæður nemenda í skólakerfinu og áskorum sem mæta þeim í námi. Að auki nýti ég mér opinber gögn, lög á Íslandi og aðalnámskrá grunnskóla. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að nemandi með íslensku sem annað tungumál þarfnast meiri stuðnings í námi en gert er ráð fyrir. Gefa þarf þessum börnum nægan tíma til að læra íslensku sem annað tungumál á námstímanum og fylgja náminu markvisst eftir og vera með skýran tilgang gagnvart nemandanum. Finna þarf hentugar aðferðir í íslenskukennslu sem styðja vel við nemendur, veitir þeim öryggi og geta stuðlað að uppbyggingu námsorðaforða sem leiðir til lesskilnings. Samanlagður ávinningur gefur nemendum möguleika á bættari námsframvindu sem opnar fyrir fleiri tækifæri þegar grunnskóla lýkur. Mæta þarf kennurum með meiri stuðningi í kennslu, viðeigandi kennaraefni sem styður við námsefni í fjölmenningarkennslu. Haga þarf kennslu barna með erlendan bakgrunn á þann veg að þau hafi kost á að nota móðurmál sitt í náminu og séu hvött til að þróa með sér virkt tvítyngi. Einnig eru ...