Útinám leikskólabarna : áhrif á almennan þroska og getu nemenda

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefnið sem tekið var fyrir í verkinu er útinám nemenda á leikskólastigi og áhrif þess á alhliða þroska þeirra. Höfundar gerðu könnun í tengslum við lokaverkefni sitt í fáeinum skólum á Akureyri og í nærsve...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birgitta Fjóla Pálmeyjardóttir 1990-, Þorbjörg Níelsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47795
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefnið sem tekið var fyrir í verkinu er útinám nemenda á leikskólastigi og áhrif þess á alhliða þroska þeirra. Höfundar gerðu könnun í tengslum við lokaverkefni sitt í fáeinum skólum á Akureyri og í nærsveitum, var markmið þeirrar könnunar að skoða algengi útináms í skólum á því svæði og áhrif útináms á líðan og þroska leikskólabarna. Þegar kennarar notast við útinám í kennslu með nemendum er verið að efla marga þroska þætti þeirra í mismundi aðstæðum. Útinám eflir bæði andlega, félagslega og líkamlegan þroska og getu nemenda. Þegar nemendur fá tækifæri til þess að læra úti fá þeir tíma til þess að búa sér til tengsl við náttúruna, vera frjáls með hvert öðru, efla hjá sér ratvísi og hugtaka skilning sinn á því sem leynast í náttúrunni og fá tækifæri til að efla líkamlega og andlega heilsu sína í fersku lofti. Kenningar fræðimannanna í ritgerðinni eru frá þeim John Dewey, Lew Vygotsky, Jean Piaget, Friedrich Froebel og Jerome Bruner. Allir lögðu þeir áherslu á það í kenningum sínum að nemendur fái að vera þátttakendur í sínu námi og læra af reynslu sinni og prófa sig áfram. Í útinámi geta kennarar nýtt sér allskonar námsumhverfi í kennslu sinni og hægt er að gera námsefnið eðlislægt fyrir nemendur. Mikilvægt er að kennarar hlusti á hugmyndir og áhuga nemenda þegar verið er að skipuleggja kennslu þeirra. Niðurstöður könnunar okkar gáfu til kynna að útinám hafi á allan hátt mjög góð áhrif á alhliða þroska nemenda. Þeir eflast í líkamlegri færni, sjálfstæði þeirra eflist í námi og leik, vellíðan þeirra eykst til muna, félagsfærni eflist, árekstrar við samnemendur og kennara minnka til muna og tilfinningastjórn þeirra eykst. Kennarar í könnuninni tala um að þá daga sem útinám er þá sé andi deildarinnar í góðu jafnvægi og bæði kennarar og börnum líður betur og eiga þau auðveldara með að komast í gegnum daginn. This essay is a final project for a B.Ed. degree in teaching at the University in Akureyri. The subject that will ...