Leikur sem námsaðferð : notkun leiksins við kennslu á yngsta stigi í grunnskólum

Leikur er mikið notaður sem námsleið í leikskólum hér á landi en er hann notaður sem námsleið í grunnskólum? Þessi ritgerð fjallar um áhrif leiks á þroska barna og hvernig hægt er að nota leik í kennslu á yngsta stigi grunnskóla. Fjallað verður um þá áherslu sem sett er á leik í lögum um leikskóla n...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta Þórey Jónsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47793
Description
Summary:Leikur er mikið notaður sem námsleið í leikskólum hér á landi en er hann notaður sem námsleið í grunnskólum? Þessi ritgerð fjallar um áhrif leiks á þroska barna og hvernig hægt er að nota leik í kennslu á yngsta stigi grunnskóla. Fjallað verður um þá áherslu sem sett er á leik í lögum um leikskóla nr. 90/2008 og lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og hvernig fjallað er um leikinn í aðalnámskrám þessara tveggja skólastiga. Þá verður fjallað um kenningar fræðimanna á leik og námi, sem og kenningar fræðimanna um þroska barna og sagt frá því hvernig þroski þeirra þróast í gegnum leik. Áhersla verður lögð á notkun leiksins í grunnskólum á yngsta stigi og hlutverk kennara í leiknum. Að auki er umfjöllun um leik í námi í grunnskólum á Íslandi. Leitast verður eftir að svara hverjar áherslur laga og aðalnámskrár eru um leik í skólastarfi. Í hverju felast hugmyndir Dewey og Vygotsky um leik og nám? Hvernig tengist leikur vitsmunaþroska, félagsþroska og tilfinningaþroska barna? Og hvernig má vinna með leik sem námsaðferð á yngsta stigi í grunnskóla? Play is widely used as a way of learning in kindergartens in Iceland, but is it used as a way of learning in primary school? This essay discusses the effects of play on children’s development and how play can be used in teaching at the youngest level of primary school. This essay will also discuss the emphasis placed on play in Act on kindergartens no. 90/2008 and Act on primary school no. 91/2008, and how play is covered in the main curricula of these two school levels. The theories of academics on play and learning will also be discussed, as well as the theories of academics on how children’s development progresses through play. Emphasis will be placed on the use of play in primary school at the youngest level and the role of the teacher in the play. In addition, there is a discussion of play in education in primary schools in Iceland. This essay seeks to answer what the emphasis of the law and curriculum is on play in school. What are Dewey’s and Vygotsky’s ideas about play ...