Hreyfigetuþjálfun : skilgreining á hagnýtri aðferða- og hugmyndafræði

Þetta lokaverkefni til B.Sc. gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík skoðar hagnýtar aðferðir og hugmyndafræði hreyfigetuþjálfunar. Það skoðar hugmyndafræðilegan ramma og notkun hreyfigetuþjálfunar með áherslu á samþættingu íþrótta og líkamlegra athafna. Hreyfing er skilgreind sem hvers kyns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Marinó Máni Mabazza 2002-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47760
Description
Summary:Þetta lokaverkefni til B.Sc. gráðu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík skoðar hagnýtar aðferðir og hugmyndafræði hreyfigetuþjálfunar. Það skoðar hugmyndafræðilegan ramma og notkun hreyfigetuþjálfunar með áherslu á samþættingu íþrótta og líkamlegra athafna. Hreyfing er skilgreind sem hvers kyns vöðvavinna sem eykur orkunotkun umfram notkun í hvíld og felur í sér líkamlega áreynslu. Verkefnið fjallar um flækjustig hreyfinga sem krefjast samhæfingar líkamskerfa, þar á meðal stoðkerfis og taugakerfis, til að ná fram árangursríkri hreyfingu. Hreyfigetuþjálfun er heildræn nálgun til að auka hæfni einstaklings til að framkvæma líkamlegar athafnir á skilvirkan hátt. Hún skoðar hvernig líkaminn hreyfist og starfar í mismunandi aðstæðum og umhverfi með áherslu á hreyfanleika, styrk, samhæfingu, jafnvægi og skynupplýsingar til að viðhalda heilsu og koma í veg fyrir meiðsli. Verkefnið undirstrikar einnig mikilvægi sálfræðilegra og félagslegra þátta í hreyfinámi. Verkefnið fjallar um sögulegar rætur og þróun hreyfigetuþjálfunar frá Georges Hébert og „La Méthode Naturelle“ til nútímaaðferða á borð við parkour, bardagalistir, dans, jóga og fimleika. Markmiðið er að bæta almenna líkamlega hæfni, aðlögunarhæfni og hreyfigreind með könnun og sköpun í hreyfingum. Aðferðafræðin sameinar línulegar og ólínulegar kennsluaðferðir til að hámarka hreyfinám og stjórnun, tryggja árangursríka færniöflun og bæta frammistöðu. Með innsýn úr líffærafræði, lífaflfræði, æfingalífeðlisfræði og taugavísindum veitir verkefnið heildrænan ramma fyrir skilning og bætingu mannlegrar hreyfingar. Að lokum er hreyfigetuþjálfun mikilvæg fyrir líkamlega og lýðheilsu þar sem hún býður upp á fjölbreyttan og skemmtilegan valkost við hefðbundnar æfingaaðferðir og stuðlar að vellíðan með víðtækri könnun á hreyfimynstrum og aðlögun að ýmsum umhverfum og áskorunum.