Tengsl á milli ástvinamissis og áfallatengds svefnvanda: Lýðgrunduð rannsókn á konum á Íslandi

Inngangur: Skortur er á rannsóknum sem skoða tengsl á milli ástvinamissis og áfallatengds svefnvanda (ÁS). Því var markmið rannsóknarinnar að skoða tengsl á milli ástvinamissis og ÁS meðal kvenna á Íslandi, ásamt mögulegum áhættuþáttum fyrir ÁS sem tengjast missinum. Aðferð: Notast var við gögn úr Á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnbjörg Mist Ásgeirsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:English
Published: 2024
Subjects:
Ás
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47487
Description
Summary:Inngangur: Skortur er á rannsóknum sem skoða tengsl á milli ástvinamissis og áfallatengds svefnvanda (ÁS). Því var markmið rannsóknarinnar að skoða tengsl á milli ástvinamissis og ÁS meðal kvenna á Íslandi, ásamt mögulegum áhættuþáttum fyrir ÁS sem tengjast missinum. Aðferð: Notast var við gögn úr Áfallasögu kvenna. Gagnasafnið innihélt 29.395 konur (18-69 ára; meðalaldur 43,6). Notast var við listann Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PTSD (PSQI-A) sem metur einkenni ÁS á síðastliðnum mánuði. Konur voru spurðar um ástvinamissi, tengsl við hinn látna, tíma frá andláti, orsök andláts og hvernig andlát bar að. Algengishlutföll (AH) með 95% öryggisbilum (ÖB) voru notuð til að meta tengsl á milli einkenna ÁS og þátta sem tengdust ástvinamissinum. Leiðrétt var fyrir aldri, menntun, tekjum, líkamsþyngdarstuðli, reykingum og óhóflegri áfengisneyslu. Niðurstöður: 24.144 (82,1%) konur höfðu misst ástvin. Konur sem höfðu misst ástvin voru líklegri til að vera með einkenni ÁS heldur en konur sem höfðu ekki misst ástvin (11,3% á móti 9,3%; AH=1,36, 95% ÖB=1,24-1,49). Að missa barn (AH=1,80, 95% ÖB=1,55-2,08) eða maka (AH=1,64, 95% ÖB=1,40-1,93) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS. Tími frá andláti hafði einnig tengsl við einkenni ÁS, sterkust hjá konum sem misstu ástvin á sl. sex mánuðum (AH=1,56, 95% ÖB=1,37-1,78). Að missa ástvin sökum ofbeldis (AH=2,09, 95% ÖB=1,44-3,03) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS þegar orsök andláts var skoðað. Að lokum kom í ljós að það að missa ástvin mjög skyndilega (AH=1,19, 95% ÖB=1,04-1,35) hafði sterkustu tengslin við einkenni ÁS, samanborið við missi sem átti sér langan aðdraganda. Umræður: Konur sem höfðu misst ástvin voru líklegri til að vera með einkenni ÁS heldur en konur sem höfðu ekki misst ástvin. Nánari tengsl við hinn látna, styttri tími frá andláti, andlát sökum ofbeldis og mjög skyndilegur missir voru þættir sem tengdust auknum líkindum á að vera með einkenni ÁS meðal kvenna sem höfðu misst ástvin. Niðurstöður benda til þess að ÁS sé vandi sem ...