Borgnáma bifreiða: Í átt að auðlindasjálfstæði Íslands með borgnámi bifreiða

Hér á næstu síðum verður borgnám (e. urban mining) kannað, með áherslu á borgnám bifreiða - endurheimt málma úr bifreiðum. Borgnám er nýlegt hugtak sem er hentugt til að hjálpa til við að bæta auðlindastjórnun Íslands, nú þegar auðlindir jarðar eru nýttar til hins ítrasta til að greiða fyrir orkuski...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhann Björn Birkisson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47442
Description
Summary:Hér á næstu síðum verður borgnám (e. urban mining) kannað, með áherslu á borgnám bifreiða - endurheimt málma úr bifreiðum. Borgnám er nýlegt hugtak sem er hentugt til að hjálpa til við að bæta auðlindastjórnun Íslands, nú þegar auðlindir jarðar eru nýttar til hins ítrasta til að greiða fyrir orkuskiptum, órói ríkir víða og birgðakeðjur geta raskast. Mikilvægt er að nýta allar mögulega auðlindir sem Ísland býr yfir. Í ritgerðinni eru metnir massar málma í íslenska bifreiðaflotanum fyrir árið 2020, þar sem alls voru 208027 tonn af járni, 28757 tonn af áli og 3907 tonn af kopar í dísil- og bensínbifreiðum. Í tvinn-, tengitvinn- og rafhlöðubílum má meðal annars finna 15373 tonn af járni, 3669 tonn af áli og 582 tonn af kopar. Ritgerðin skoðar lagaramma utan um orkuskiptin, meðal annars Græna Sáttmálann. Einnig er fjallað um stofnun gagnagrunns fyrir borgnám bifreiða á Íslandi, þar sem gerð er grein fyrir efnisinnihaldi bílaflota Íslands svo hægt sé að meta hugsanlegan ábata borgnáms. Umfjöllunin nær einnig yfir umhverfisáhrif hefðbundinnar námavinnslu og hún borin lítillega saman við borgnám. Niðurstaðan er að borgnám geti styrkt efnislegt sjálfstæði Íslands með því að draga úr þörf fyrir innflutta málma og einnig að borgnám geti stuðlað að heimsmarkmiðum Evrópusambandsins um sjálfbærra þróun. This thesis explores urban mining in Iceland, focusing on metal reclamation from vehicles. Urban mining is vital for sustainable resource management as green energy demand and the need for secondary raw materials grow. The study details the total mass of metals in Iceland's vehicle fleet in 2020, including 208,027 tonnes of iron, 28,757 tonnes of aluminum, and 3,907 tonnes of copper in diesel and gasoline vehicles, and 15,373 tonnes of iron, 3,669 tonnes of aluminum, and 582 tonnes of copper in hybrid, plug-in hybrid, and electric vehicles. The thesis examines the legislative framework surrounding energy transitions, including the Green Deal and the Circular Economy, which support metal reclamation. The thesis outlines ...