Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana : hvar liggja mörkin og hvað ætti stjórnarskrárákvæði um slíkt framsal að innihalda?

Í fjölmörg ár hefur Ísland tekið þátt í ýmis konar alþjóðasamstarfi og framselt ríkisvald sitt í ákveðnum mæli til alþjóðastofnana. Ólíkt mörgum ríkjum er þó hvergi kveðið á um slíkt framsal í stjórnarskrá Íslands. Í framkvæmd hefur því að miklu leyti verið stuðst við kenningar Davíðs Þórs Björgvins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Jaya Gunnarsdóttir 1999-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47422
Description
Summary:Í fjölmörg ár hefur Ísland tekið þátt í ýmis konar alþjóðasamstarfi og framselt ríkisvald sitt í ákveðnum mæli til alþjóðastofnana. Ólíkt mörgum ríkjum er þó hvergi kveðið á um slíkt framsal í stjórnarskrá Íslands. Í framkvæmd hefur því að miklu leyti verið stuðst við kenningar Davíðs Þórs Björgvinssonar og Bjargar Thorarensen til þess að meta hvar mörkin á því liggja. Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stjórnskipuleg álitamál vegna upptöku gerða frá Evrópusambandinu (ESB) í EES-samninginn sem hafa haft í för með sér miklar stjórnskipulegar áskoranir fyrir Ísland. Meginefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvar mörkin á framsali ríkisvalds til alþjóðastofnana liggja með því að máta kenningarnar við þau stjórnskipulegu álitamál tengd EES-samningnum sem upp hafa komið á síðustu 10-15 árum. Sjónum er sérstaklega beint að reglugerðum ESB um eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum, persónuverndarreglugerð ESB og þriðja orkupakka ESB. Í ljósi umræðna um breytingar á stjórnarskránni svo hún taki til framsals ríkisvalds til alþjóðastofnana eru einnig tekin saman helstu atriði sem ætti að líta til við setningu slíks ákvæðis með hliðsjón af íslenskri og erlendri laga- og dómaframkvæmd og tillögum fræðimanna. Helstu niðurstöður eru þær að hægt sé að nota kenningar Davíðs Þórs Björgvinssonar og Bjargar Thorarensen til þess að meta mörk framsals á ríkisvaldi til alþjóðastofnana í tilvikum um stjórnskipuleg álitamál sem tengjast upptöku ESB-gerða í EES-samninginn, jafnvel þótt upp kunni að koma stök tilvik sem falla ekki nákvæmlega að kenningunum. Samt sem áður stendur nauðsyn til þess að taka upp ákvæði í stjórnarskrá Íslands sem kveður með beinum hætti á um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana, enda myndi það greiða úr þeirri miklu réttaróvissu sem ríkir í dag og auðvelda samræmdari beitingu EES-samningsins. For many years, Iceland has participated in various types of international cooperation and has transferred its state powers to a certain extent to international institutions. Unlike that of many other ...