Mannsæmandi störf: Meta starfsmenn leikskóla störf sín sem mannsæmandi og er munur eftir menntunarstigi og kennsluréttindum?

Markmið rannsóknarinnar er að kanna hversu mannsæmandi starfsfólk leikskóla metur starf sitt. Niðurstöður voru bornar saman á milli hópa eftir hæsta lokna menntunarstigi og kennsluréttindum. Mannsæmandi störf eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nútímasamfélag hefur mikla og vaxandi þörf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andrea Laufey Hauksdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47391
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar er að kanna hversu mannsæmandi starfsfólk leikskóla metur starf sitt. Niðurstöður voru bornar saman á milli hópa eftir hæsta lokna menntunarstigi og kennsluréttindum. Mannsæmandi störf eru hluti af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Nútímasamfélag hefur mikla og vaxandi þörf fyrir umönnunarstörf. Kenningin um sálfræði vinnunnar fjallar um mannsæmandi störf og lagt er til að meginhlutverk mannsæmandi starfa verði að uppfylla grunnþarfir einstaklingsins. Mannsæmandi umönnunarstörf eru miðlægur hluti þess að tryggja framtíðarstörf sem eru byggð á og stuðla að jafnrétti kynjanna, sem hagnast öllum. Mannsæmandi starf leikskólastarfsfólks var metið með matslistanum Decent Work Scale – Iceland sem lagður var fyrir starfsfólk leikskóla. Mannsæmandi störf eru skilgreind í fimm hlutum; öryggi, kaup, frítími og hvíld, samræmandi gildi og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þátttakendur voru 107 talsins og þar af 103 (96%) konur. Flestir eða um 25% voru á aldursbilinu 30 til 39 ára. Spurningakönnun, sem innihélt DWS-Iceland listann, var send til þátttakenda í samstarfi við verkalýðsfélög. Samanburður var gerður á meðaltölum menntunarhópanna og fyrri rannsóknar hérlendis. Þátttakendur mátu starf sitt helst mannsæmandi í undirkvarða um Öryggi en síst á undirkvarða um Kaup. Flestir voru sammála eða hlutlausir staðhæfingum á undirkvörðum um Samræmandi gildi. Þátttakendur meta starf sitt lítið mannsæmandi á undirkvarða um Frítíma og hvíld. Niðurstöður sýndu marktækan mun á mati á starfi sem mannsæmandi á milli grunn- og háskólamenntaðra á undirkvarðanum Kaup. The study aims to examine how decent kindergarten staff evaluate their work and if it differs by education level and teaching qualifications. Decent work is part of the United Nations' global goals. Modern society has a great and growing need for care work. The psychology of working theory deals suggests that the main goal of decent work is to fulfil the basic needs of individuals. Decent care work is central to securing future jobs that are based on ...