Landsbankinn Hofsbót 2-4 : hönnun á rafkerfi, verklýsing og magntaka

Efla verkfræðistofa tók að sér hönnun á öllum almennum raflögnum, lýsingu, verklýsingu og magntöku í nýtt útibú Landsbankans á Akureyri. Verkefnið er stórt og krefjandi og felur í sér teymisvinnu margra einstaklinga sem vinna að sameiginlegu markmiði. Við vinnu verkefnisins verður meðal annars farið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gísli Guðmann 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47284
Description
Summary:Efla verkfræðistofa tók að sér hönnun á öllum almennum raflögnum, lýsingu, verklýsingu og magntöku í nýtt útibú Landsbankans á Akureyri. Verkefnið er stórt og krefjandi og felur í sér teymisvinnu margra einstaklinga sem vinna að sameiginlegu markmiði. Við vinnu verkefnisins verður meðal annars farið yfir þann búnað sem notaður er í verkinu eins og t.d. rafmagnstöflur og netkerfi, tenglar og almennur raflagnabúnaður og hvað þarf að hafa í huga við hönnun á rafkerfi í húsnæði. Teymisvinna er mikilvægur partur af hönnun og voru haldnir vikulegir fundir með verkkaupa og arkitekt til að vera viss um að allar ákvarðanir varðandi staðsetningar og þarfir á búnaði væru í lagi og jafnvel teknar í sameiningu. Notast var við BIM umhverfi til að forðast árekstra við önnur kerfi. Rafkerfi Landsbankans á Akureyri skal halda flækjustigi í lágmarki en þó þarf að hafa í huga að verið er að hanna banka. Þar eru kröfur gerðar um mikið öryggi og góðan vinnustað þar sem starfsfólki getur liðið vel.