Hvatar fólks til að sækja körfuboltaleiki. Hvaða hvatar liggja á bak við mætingu á körfuboltaleiki í efstu deildum á Íslandi?

Körfubolti er ein af vinsælustu hópíþróttum í heimi og hefur hann notið mikilla vinsælda hér á landi. Áhorfendur körfuboltaleikja gegna mikilvægu hlutverki í leikjunum. En hvað er það sem skýrir hvatann á bak við að mæta á körfuboltaleik? Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða hvatar það eru sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Thelma Róbertsdóttir 2002-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/47043
Description
Summary:Körfubolti er ein af vinsælustu hópíþróttum í heimi og hefur hann notið mikilla vinsælda hér á landi. Áhorfendur körfuboltaleikja gegna mikilvægu hlutverki í leikjunum. En hvað er það sem skýrir hvatann á bak við að mæta á körfuboltaleik? Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða hvatar það eru sem liggja að baki því að fólk sækir körfuboltaleiki í efstu deildum á Íslandi. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar til að nálgast markmiði rannsóknar: 1.Hvaða hvatar skýra mætingu einstaklinga á körfuboltaleiki? 2.Eru mismunandi hvatar á bak við það að fólk mæti á karlaleiki í körfubolta annars vegar og kvennaleiki hins vegar? Til að svara rannsóknarspurningunum var framkvæmd megindleg rannsókn. Útbúinn var spurningalisti sem innihélt spurningar sem snéru að hvötum fólks til að mæta á körfuboltaleiki karla annars vegar og körfuboltaleiki kvenna hins vegar. Spurningalistanum var dreift á samfélagsmiðla og alls voru 426 manns sem svöruðu honum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einstaklingar mæta á körfuboltaleik bæði karla og kvenna fyrst og fremst því að körfuboltaleikir eru skemmtileg dægrastytting. Körfuboltaáhorfendur eru tryggir sínu liði sama hvort sem því gengur vel eða illa og er það einn af helstu hvötum sem skýrir mætingu einstaklinga á körfuboltaleiki. Þeir telja að falleg tilþrif leikmanna og liða sé einnig hvatning til að mæta á körfuboltaleiki. Í ljós kom að það er greinarmunur á hvötum fyrir mætingu á karlaleiki samanborið við kvennaleiki. Hann var sá að áhorfendahópur kvennaleikja upplifir meira sjálfstraust, finnur fyrir meiri jákvæðari streitu og hefur meiri ástríðu fyrir ákveðnum leikmanni frekar en áhorfendahópur karlaleikja.