Rannsóknar og nýsköpunarsetur Þróunarfélagsins Breið: Frumkvöðlasetur í minni þéttbýlum

Megintilgangur þessarar rannsóknar var að finna út hvort að Rannsóknar og nýsköpunarsetur Þróunarfélagsins Breið myndi leiða til aukinna atvinnutækifæra á Akranesi. Lokun fiskvinnslu Brim á Akranesi hefur leitt til glataðra starfa og tómra bygginga, hvort sem störfin hafi verið beint eða óbeint teng...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafþór Ingi Pálsson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46977
Description
Summary:Megintilgangur þessarar rannsóknar var að finna út hvort að Rannsóknar og nýsköpunarsetur Þróunarfélagsins Breið myndi leiða til aukinna atvinnutækifæra á Akranesi. Lokun fiskvinnslu Brim á Akranesi hefur leitt til glataðra starfa og tómra bygginga, hvort sem störfin hafi verið beint eða óbeint tengd fiskvinnslu. Augljóst er að það þarf að horfa fram á við og skapa störf framtíðarinnar þar sem frumkvöðlastarfsemi gegnir lykilhlutverki og fjölga þeim sterku stoðum sem mynda atvinnulíf bæjarfélagsins. Breiðin á Akranesi er vestasti hluti Akraneskaupstaðar og áður var þar starfrækt öll starfsemi útgerðarfélagsins Haraldar Böðvarssonar sem síðar sameinaðist Granda í HB Grandi og ber nú nafnið Brim. Lóðir og fasteignir á Breiðinni eru að stærstum hluta í eigu Brim og Akraneskaupstaðar. Uppbygging á Breið og nágrenni er ætlað að styrkja Akranes sem fyrirmyndar bæjarfélag 21. aldar og markmiðið með uppbyggingunni er að hún skili sér í sjálfbærum ávinningi fyrir Akranes með tilliti til atvinnustarfsemi. Fyrsti liður í uppbyggingunni á Breið er Nýsköpunarsetur þróunarfélagsins. Í rannsókn þessari voru tekin viðtöl við fjóra aðila sem annars vegar þekkja til verkefnisins og hins vegar sem hafa þekkingu á uppsetningu, þróun og rekstri slíkra setra. Síðar í rannsókninni var setrið skilgreint í fræðilegum skilningi og skoðað í samhengi við klasa og frumkvöðlasetur. Eftir að hafa unnið að þessari rannsókn telur höfundur að ljóst er að uppbygging sem þessi sé mikilvægur liður í uppbyggingu landssvæða á landsbyggðinni á Íslandi. Skapa þurfi vettvang til að frumkvöðlastarf geti þrifist um allt land. Mat höfundar er að Akranes sé fyrrum frumkvöðlasamfélag sem hafi alla burði til að skapa öflugan íslenskan kísildal með áherslu á tækni fjórðu iðnbyltingarinnar.