Að ná að sinna sjúklingnum í kaotísku umhverfi. Sjúklingurinn í öndvegi: Rýnihópaviðtöl við sjúkraliða á skurðdeildum Landspítala

Bakgrunnur: Hlutverk sjúkraliða er að veita einstaklingum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun og endurhæfingu. Starfsumhverfi sjúkraliða á Landspítala hefur verið til umfjöllunar og hafa þeir kallað eftir frekari ábyrgð, verkefnum og framþróun í starfi. Einnig telja þeir að menntun þeirra og r...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erna Guðrún Halldórsdóttir 2001-, Silja Rós Þorsteinsdóttir 1999-, Theodóra Tómasdóttir 2001-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46923
Description
Summary:Bakgrunnur: Hlutverk sjúkraliða er að veita einstaklingum aðstoð við athafnir daglegs lífs, umönnun og endurhæfingu. Starfsumhverfi sjúkraliða á Landspítala hefur verið til umfjöllunar og hafa þeir kallað eftir frekari ábyrgð, verkefnum og framþróun í starfi. Einnig telja þeir að menntun þeirra og reynsla sé vannýtt. Rúmlega helmingur sjúkraliða hefur íhugað að hætta störfum en þar eru álag og launakjör helstu ástæðurnar. Þá hafa áhrif starfsumhverfis á útkomur aðgerðasjúklinga og upplifun sjúkraliða á að veita hjúkrun ekki verið mikið rannsökuð. Tilgangur: Að skoða mat sjúkraliða sem hjúkra aðgerðasjúklingum á hvernig þeir setja sjúklinginn í öndvegi. Áhersla var lögð á að skoða hvort starfsumhverfi hefði áhrif á hjúkrun og við hvaða aðstæður sjúkraliðar teldu sig geta veitt hágæða og örugga hjúkrun. Aðferð: Notuð var eigindleg aðferðafræði þar sem tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við þrettán sjúkraliða sem starfa á skurðlækningadeildum Landspítala. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki. Viðtölin voru hljóðrituð, vélrituð orðrétt upp og greind með eigindlegri þemagreiningu til að fá dýpri skilning á umræðunum. Niðurstöður: Rannsóknin leiddi í ljós eitt yfirþema: Að ná að sinna sjúklingnum í kaotísku umhverfi. Einnig voru greind fjögur megin undirþemu: „Maður vill náttúrulega gefa hverjum og einum tíma“, Fjölbreytni og mannleg samskipti, „Það er svo mikilvægt fyrir sjúklinginn að finna að það er verið að sinna honum“ og „Að trítla ánægður heim af vaktinni“. Helstu þættir sem höfðu áhrif á getu sjúkraliðanna til að setja sjúklinginn í öndvegi voru mönnun, samskipti, verkskipulag, álag og starfsánægja. Þá fannst sjúkraliðunum mikilvægt að gefa sér tíma til að sinna nærhjúkrun. Ályktanir: Þörf er á umbótum í starfsumhverfi sjúkraliða á skurðdeildum. Auka þarf tækifæri fyrir sjúkraliða til að vaxa í starfi og gera þeim kleift að beita hæfni sinni að fullu. Innleiða þarf aðgerðir til að fækka verkefnum sem snúa ekki að nærhjúkrun ásamt því að auka nýliðun í stéttinni og halda sjúkraliðum í starfi. Þörf er á ...