Grenndargarðar á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvæg græn svæði eða sóun á landrými?

Þessi rannsókn fjallar um hver gagnsemi grenndargarða á höfuðborgarsvæðinu er. Grenndargarðar fyrir almenning eru almennt taldir vera mikilvægur liður í grænum innviðum í borgarumhverfi Vesturlanda og það er áratugalöng hefð fyrir þeim á Íslandi. Gagnsemi grenndargarða hefur þó lítið verið rannsökuð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björk Þorleifsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46734
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um hver gagnsemi grenndargarða á höfuðborgarsvæðinu er. Grenndargarðar fyrir almenning eru almennt taldir vera mikilvægur liður í grænum innviðum í borgarumhverfi Vesturlanda og það er áratugalöng hefð fyrir þeim á Íslandi. Gagnsemi grenndargarða hefur þó lítið verið rannsökuð hérlendis hvort sem um er að ræða fjárhagslegt eða samfélagslegt gildi eða vellíðan fyrir notendur garðanna og nærumhverfið. Þess vegna er mikilvægt að skoða gagnsemi þeirra hérlendis. Markmið þessarar ritgerðar í umhverfis- og auðlindafræði er að skoða þróun og gagnsemi grenndargarða á höfuðborgarsvæðinu. Hér verður leitast við að svara því hver gagnsemi grenndargarða sé fyrir notendur þeirra hvað varðar efnahagslega, samfélagslega- og vellíðunarþætti. Jafnframt er grennslast fyrir um mögulega gagnsemi grenndargarða út fyrir hring notenda og yfir í nærumhverfið. Auk þess er þeirri spurningu velt upp hvort endurskoða þurfi stefnumótun um grenndargarða í aðalskipulagi Reykjavíkur hvað varðar landnotkun, staðsetningar og fleiri þætti. Til þess að svara þessum spurningum var netspurningakönnun send út þar sem markhópurinn voru núverandi og fyrrverandi notendur grenndargarða í Reykjavík og eins grenndargarðs í Mosfellsbæ, sem er rekinn af Reykjavíkurborg. Netspurningakönnuninni var fylgt eftir með djúpum viðtölum og endurteknum vettvangsheimsóknum í grenndargarðana í rannsókninni þar sem þeir voru skoðaðir og viðtöl tekin við notendur á staðnum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að gagnsemi grenndargarða er mikil. Þeir eru góður staður til að byggja upp samkennd og samhjálp á sama tíma og þátttakendurnir gera sjálfum sér og umhverfinu gott með því að rækta eigin mat, draga úr vistspori sínu og auka umhverfisvitund sína í verki. Slíkir garðar þurfa ekki að vera dýrir í rekstri og gefa margfalt til baka, það er því óskandi að sem flestir grenndargarðar fái að vaxa og dafna í borgarumhverfi framtíðarinnar. Vonast er til að niðurstöðurnar rannsóknarinnar gagnist hagsmunaaðilum s.s. notendum þeirra, skipulagsyfirvöldum og ...