„Ómægod, hún er að koma úr Reykjavík og hún er úr Fellunum“: Daglegt líf og örsögur úr Fellahverfinu

Í þessari ritgerð er fjallað um líf og æskuár fjögurra einstaklinga sem ólust upp í Fellunum í Breiðholtinu á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þegar Breiðholtið var að fullu byggt bjuggu á þriðja tug þúsunda manna í hverfinu. Enn þann dag í dag er hverfið það fjölmennasta í Reykjavík. Húsnæðissko...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Dögg Kristinsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46717
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um líf og æskuár fjögurra einstaklinga sem ólust upp í Fellunum í Breiðholtinu á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar. Þegar Breiðholtið var að fullu byggt bjuggu á þriðja tug þúsunda manna í hverfinu. Enn þann dag í dag er hverfið það fjölmennasta í Reykjavík. Húsnæðisskortur hafði verið lengi í Reykjavík og fólk bjó oft við slæm skilyrði. Borgarbúar biðu í eftirvæntingu eftir mannsæmandi húsnæði. Margar íbúðanna sem byggðar voru í Fellunum voru ætlaðar tekjulægstu íbúum Reykjavíkur. Mikið var um fjölskyldufólk sem fluttist í hverfið, hvort sem það voru barnmargar fjölskyldur eða einstæðir foreldrar, þá aðallega einstæðar mæður. Það leið ekki á löngu þar til umræða um félagslegan vanda í hverfinu var orðin hávær og oft afar neikvæð. Í ritgerðinni er sjónum beint að því hvernig fólk sem ólst upp í Fellahverfinu í Breiðholti upplifði æskuár sín og hvernig þeim fannst að búa í hverfinu. Í fyrstu verða hugtök og kenningar kynnt og farið yfir rannsóknarsögu og uppbyggingu félagslegs húsnæðis í Reykjavík. Síðan verða frásagnir viðmælenda minna sem tóku þátt í rannsókninni kynntar og viðtölin sett í samhengi við hugtök, kenningar og sögu hverfisins. Farið verður yfir sögu þessara einstaklinga frá æskuárum þeirra og hvernig orðræðan og sú mynd sem dregin var upp af hverfinu og íbúum þess, fylgdi þeim út í lífið. Niðurstaða ritgerðarinnar verður að lokum kynnt.