Enginn skilinn eftir: Sálgæsla einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma og aðstandenda þeirra.

Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi fer fjöldi þeirra vaxandi sem glíma við heilabilun. Sjúkdómurinn leggst á heilann og dregur jafnt og þétt úr allri getu til að sinna daglegum þörfum þar til einstaklingurinn deyr. Aðstandendur þeirra, þá sérstaklega makar upplifa margræða sorg (e. ambigous los...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Gísladóttir 1959-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46606
Description
Summary:Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi fer fjöldi þeirra vaxandi sem glíma við heilabilun. Sjúkdómurinn leggst á heilann og dregur jafnt og þétt úr allri getu til að sinna daglegum þörfum þar til einstaklingurinn deyr. Aðstandendur þeirra, þá sérstaklega makar upplifa margræða sorg (e. ambigous loss) sem er með öðrum hætti en þegar ástvinur deyr. Manneskjan er meira en líkaminn því þarf að sinna fleiru en líkamlegum þörfum hennar til að hún geti upplifað þau lífsgæði að vera manneskja. Þetta er áskorun fyrir sálgæsluna þar sem klassískar sálgæsluaðferðir nota samtal til tengslamyndunar en fólk með heilabilun hefur takmarkaða samskiptahæfni og er í stöðugri afturför en samt í mikilli þörf fyrir andlegan stuðning. Í þessari rannsókn sem byggð er á kenningarlegum aðferðum verður gerð grein fyrir þverfaglegum leiðum sem þróaðar hafa verið í löndum sem við berum okkur saman við. Köllun sálgæslunnar byggir á spámannlegum grunni díakoníunnar sem mætir hverjum þeim sem er í neyð. Leitað var leiða til að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig getur díakonían mætt þeirri áskorun sem felst í vaxandi þörf fyrir sálgæslu fólks með heilabilun og aðstandenda þeirra? In Iceland, as in the rest of the western world, the number of people suffering from dementia is increasing. The disease affects the brain and gradually reduces its ability to perform daily needs until the person dies. Their relatives, especially spouses, experience ambiguous loss, which is different way from when a loved one dies. A person is more than a body, because more than their physical needs must be taken care of in order for them to experience the quality of life of being a person. This is a challenge for pastoral care, as classical pastoral care methods use conversation to build relationships, but people with dementia have limited communication skills and are constantly regressing, yet they are in great need of emotional support and pastoral care. This research, based on theoretical methods, will outline the interdisciplinary approaches that have been ...