Íslenskt samfélag togar mig heim, en ekki tónlistarlífið: Viðtöl við klassíska söngvara um starfsumhverfi þeirra á Íslandi

Þessi greinargerð er annar hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í blaða- og fréttamennsku. Fyrri hlutinn eru þrjár greinar, ítarleg viðtöl við faglærða söngvara um líf þeirra, starf og skoðun á starfsumhverfi þeirra á Íslandi. Viðtölin voru birt í Heimildinni í febrúar 2024 og uppsett í þágu vef-...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46588
Description
Summary:Þessi greinargerð er annar hluti af lokaverkefni til meistaraprófs í blaða- og fréttamennsku. Fyrri hlutinn eru þrjár greinar, ítarleg viðtöl við faglærða söngvara um líf þeirra, starf og skoðun á starfsumhverfi þeirra á Íslandi. Viðtölin voru birt í Heimildinni í febrúar 2024 og uppsett í þágu vef- og prentmiðilsins. Markmið viðtalanna var að gera ítarleg viðtöl sem snúa að faglegri menningarblaðamennsku. Í greinargerðinni er fjallað um hlutverk fjölmiðla gagnvart menningu og túlkanir á menningarblaðamennsku í fjölmiðlum. Fjallað er um viðtalstækni og þá helst hlutverk spyrjandans gagnvart viðmælendum og lesendum. Það var ljóst á viðtölunum að starfsumhverfi klassískra söngvara er erfitt. Söngvarnir telja að vandinn sé kerfisbundinn og almennt sé lítill skilningur á því hvað býr á bak við starfið. En vandamálið liggur ekki aðeins hjá þeim sem starfa í greininni því menningarblaðamennsku er áfátt og liggja erfiðleikarnir mögulega í skilgreiningu á hugtakinu menningarblaðamennska. Henni er gjarnan skeytt undir þjónustublaðamennsku, sem leiðir af því hvað umhverfi fjölmiðla getur verið flókið. Eignarhald og mikilvægi fjölræðis kemur þar við sögu og þá getur sérfræðikunnátta, þekking og áhugi blaðamanns haft mikil áhrif á efnisval og umfjöllun. This report is part of a master‘s thesis in journalism at the University of Iceland. The other part consists of three interviews with professional singers in Iceland about their lives, work, and opinions on their work environment. The interviews appeared in newspaper and online format in the weekly paper Heimildin in February 2024. These interviews aimed to conduct cultural journalism. This part considers the role of media and its responsibility towards reporting on culture and how cultural journalism appears in media. Interviewing techniques are discussed, especially the role and responsibility of the person conducting the interview. The interviews made it clear that classical singers face a difficult work environment. The singers believe that the problems are structural, ...