Aðgengi lyfja á íslenskum markaði. Aðgengi lyfja á Íslandi 2023 borið saman við aðgengi í Danmörku, Finnlandi og Noregi.

Á undanförnum árum hefur skapast mikil umræða um takmarkað aðgengi lyfja á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd, en ekki hefur áður verið rannsakað hvort að um sé að ræða raunverulegan vanda hérlendis. Með rannsókninni var markmiðið að fá skýrari mynd á aðgengi lyfja á Íslandi og hvaða lyfjaflokk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aldís Huld Höskuldsdóttir 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46527
Description
Summary:Á undanförnum árum hefur skapast mikil umræða um takmarkað aðgengi lyfja á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd, en ekki hefur áður verið rannsakað hvort að um sé að ræða raunverulegan vanda hérlendis. Með rannsókninni var markmiðið að fá skýrari mynd á aðgengi lyfja á Íslandi og hvaða lyfjaflokkar takmarkast sérstaklega. Rannsóknin byggir á megindlegum aðferðafræðum á gögnum um markaðssett lyf frá Lyfjastofnun Íslands og lyfjastofnunum þriggja Norðurlanda. Rannsóknin leiddi í ljós að á Íslandi voru 6.373 lyf með gilt markaðsleyfi samanborið við 12.845 lyf í Danmörku, 10.282 lyf í Finnlandi og 19.590 lyf í Noregi. Á Íslandi voru 42% lyfja með markaðsleyfi markaðssett en í Danmörku og Finnlandi nálægt 55% og í Noregi 37%. Alls voru 366 lyf markaðssett í öllum viðmiðunarlöndunum en ekki á Íslandi. Mest vantaði upp á aðgengi í ATC flokki L eða 20%. Stór hluti lyfjanna sem ekki voru markaðssett á Íslandi voru fáanleg á öðrum forsendum, en rúmlega 47% þeirra fáanleg sem undanþágulyf. Af þeim 171 lyfi, sem ekki voru markaðssett á Íslandi og ófáanleg á öðrum forsendum, voru 88 sem höfðu annað lyf í sama lyfjaflokki fáanlegt hérlendis, 40 sem höfðu annað lyf með sömu ábendingu, en 43 lyf sem ekki höfðu sambærilegt lyf fáanlegt. Lyfjaaðgengi á Íslandi var töluvert minna en viðmiðunarlanda og mögulega er það vegna smæðar markaðsins. Þau lyf sem eru hvorki markaðssett á Íslandi né fáanleg á öðrum forsendum voru 43 talsins og var ekkert af þeim að finna á lista Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar yfir nauðsynleg lyf. Niðurstöður benda til þess að það vanti töluvert upp á lyfjaaðgengi en þau lyf sem eru ekki fáanleg hérlendis eru ekki hluti þeirra lyfja sem talin eru nauðsynleg til að sinna grunnheilbrigðisþörfum íbúa. In recent years, there has been extensive discussion about the limited availability of medicines in Iceland compared to other Nordic countries. It has not been previously investigated to what extent this applies in Iceland. The goal of this study was to gain a better understanding of the availability of ...