Framkvæmd minjaverndar á Íslandi : stjórnsýsla, valdmörk stjórnvalda og áhrif á eignarréttindi

Rannsóknarefni þessarar ritgerðar er þróun og framkvæmd löggjafar á sviði minjaverndar á Íslandi og hvaða breytingar hafa orðið á stjórnsýslu málaflokksins og áhrif þeirra á stjórnarskrárvarin eignarréttindi manna. Verndun menningarminja hefur löngum verið talin mikilvægur hluti af varðveislu mennin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórarinn Halldór Óðinsson 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46172
Description
Summary:Rannsóknarefni þessarar ritgerðar er þróun og framkvæmd löggjafar á sviði minjaverndar á Íslandi og hvaða breytingar hafa orðið á stjórnsýslu málaflokksins og áhrif þeirra á stjórnarskrárvarin eignarréttindi manna. Verndun menningarminja hefur löngum verið talin mikilvægur hluti af varðveislu menningarsögu þjóðarinnar og getur framkvæmd minjavörslu takmarkað eignarráð manna þegar almannahagsmuna er gætt í löggjöf og í framkvæmd hennar. Fjallað er um þróun laga á þessu sviði, og hvernig framkvæmd laganna snertir eignarráð manna. Gert er grein fyrir stjórnsýslu málaflokksins og helstu breytingum sem þar hafa orðið á. Með þessari umfjöllun er reynt að varpa ljósi á áhrif hvers þáttar fyrir sig á réttindi eigenda fasteigna sem lögin taka til. Þá er gerður samanburður á íslenskri löggjöf við dönsk og norsk lög í sama málaflokki. Helstu niðurstöður eru að framkvæmd laga um menningarminjar hefur óhjákvæmilega áhrif stjórnarskrárvarin eignarréttindi manna. Eignarumráðum eru takmörk sett, ýmist með almennum takmörkunum í lögum eða með sérstökum ákvörðunum Minjastofnunar. Ekki eru til staðar lögákveðin viðmið um hvað Minjastofnun ber að leggja til grundvallar við töku ákvarðana á grundvelli laga um menningarminjar og leiðir slíkt til að ákvarðanir sem snerta stjórnarskrárvarin réttindin manna eru háðar mati hverju sinni. Slík viðmið sett í lög myndu óhjákvæmilega auka réttaröryggi borgaranna og jafnframt yrði meira samræmi við framkvæmd laganna í einstökum tilvikum. Þá hefur réttur manna til bóta verið skertur með breytingum á löggjöfinni og er sýnu lakari hér en í norrænni löggjöf. The research topic of this thesis is the development and implementation of legislation in the field of heritage protection in Iceland and what changes have occurred in the administration of the issue and their effect on the constitutionally protected property rights. The protection of cultural heritage has long been considered an important part of the preservation of the nation's cultural history, and the practice of heritage preservation ...