Stjórnsýsluumbótastefnur: Stytting námstíma framhaldsskólanna sem stjórnsýsluumbót

Í gegnum tíðina hafa stjórnsýsluumbætur gegnt veigalitlu hlutverki í opinberri stefnumótun á Íslandi. En á áttunda áratugnum urðu breytingar þegar áhugi íslenskra stjórnmálamanna jókst á málefnum stjórnsýslunnar. Hér er umfjöllunarefnið helst fjórir flokkar stjórnsýsluumbótastefna, þar eð nýskipan í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alda Marín Jóhannsdóttir 2002-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46122
Description
Summary:Í gegnum tíðina hafa stjórnsýsluumbætur gegnt veigalitlu hlutverki í opinberri stefnumótun á Íslandi. En á áttunda áratugnum urðu breytingar þegar áhugi íslenskra stjórnmálamanna jókst á málefnum stjórnsýslunnar. Hér er umfjöllunarefnið helst fjórir flokkar stjórnsýsluumbótastefna, þar eð nýskipan í ríkisrekstri, ný-weberíska leiðin, new public governance og samhent stjórnsýsla. Af þessum fjórum umbótastefnum hafa tvær verið innleiddar á Íslandi, fyrst nýskipan í ríkisrekstri árið 1993 og síðan samhent stjórnsýsla árið 2010. Umfjöllunarefni þessa verkefnis snýr þó ekki aðeins að umbótastefnunum sjálfum, heldur einnig stefnu um styttingu námstíma framhaldsskólanna úr fjórum námsárum í þrjú. Rannsóknarspurning verkefnisins var: „Í hvaða flokk stjórnsýsluumbóta fellur stefna um styttingu námstíma framhaldsskólanna?“ Niðurstöðurnar leiddu í ljós að stytting námstímans fellur undir þær tvær stefnur sem innleiddar hafa verið á Íslandi, þar eð nýskipan í ríkisrekstri og samhent stjórnsýsla. Einkenni nýskipanarinnar birtast helst þegar litið er til þeirra efnahagslegu hvata sem styttingin hafði í för með sér, sem sagt aukinn hagvöxt, aukning í þjóðarframleiðslu og fleira. En sömuleiðis var áhrif nýskipanarinnar að finna í formi árangursstjórnunar með innleiðingu laga um opinber fjármál árið 2015. Einkenni samhentrar stjórnsýslu mátti helst sjá í markmiðum um samþættingu skólastiga og áformum um sameiningu stofnana.