,,Látið orð Krists búa með ykkur" Starfendarannsókn á 10-12 ára starfi í söfnuði

Starfsfólki í kristilegu barna- og æskulýðsstarfi er mikilvægt hlutverk falið. Því fylgir mikil ábyrgð að sjá um barnastarf og sinna þeirri trúfræðslu sem fram fer í kirkjunni. Tilgangur þessa verkefnis er að meta starfshætti mína sem leiðtogi í barnastarfi 10-12 ára barna í Seljakirkju í Reykjavík....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Anna Baldvinsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46060
Description
Summary:Starfsfólki í kristilegu barna- og æskulýðsstarfi er mikilvægt hlutverk falið. Því fylgir mikil ábyrgð að sjá um barnastarf og sinna þeirri trúfræðslu sem fram fer í kirkjunni. Tilgangur þessa verkefnis er að meta starfshætti mína sem leiðtogi í barnastarfi 10-12 ára barna í Seljakirkju í Reykjavík. Ég hef staðið frami fyrir því vandamáli að finnast ég ekki hafa nægilegan aðgang að fræðsluefni sem henti þessum aldri. Ég notast hér við starfendarannsókn til þess að meta hvað sé í eigin starfsháttum sem veldur því að fræðslan er ekki jafn góð og ég myndi vilja. Í því skyni verður horft til undirbúnings, framsetningar og innihalds fræðsluefnisins. Rannsóknarspurningin sem ég lagði upp með var: Hverjir eru starfshættir mínir sem fræðari og leiðtogi í barnastarfi og hvernig get ég þróað hæfni mína og fagmennsku áfram?“ Með því að gera þessa spurningu að upphafspunkti mínum í rannsókninni einbeiti ég mér að starfsþróun og að bæta eigin fagmennsku. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós mikilvægi þess að undirbúa fræðsluefni gaumgæfilega með tilliti til þroska þeirra barna sem starfið sækja. Þá legg ég fram tillögur um það að skipuleggja þurfi fræðsluefnið til lengri tíma en einnar annar í einu, að mikilvægi fjölbreyttra kennsluaðferða skipti höfuðmáli og að áherslu þurfi að leggja á samtöl á milli leiðtoga barnastarfsins um fræðsluna, fræðsluefnið og flutning á því. Með þessar tillögur að leiðarljósi tel ég að ég hafi öðlast verkfæri til þess að þroskast í starfi og vinna betur að því markmiði að halda úti öflugu barnastarfi með innihaldsríku fræðsluefni sem boðar orð Krists.