Rígurinn: Frá brothættum byggðum til borga

Þetta lokaverkefni skiptist í tvo hluta, fjölmiðlaafurð og greinargerð um hana. Fjölmiðlaafurðin eru þrír útvarpsþættir sem kallast „Rígurinn“ og fjalla um byggðamál á Íslandi og þann undirliggjandi byggðaríg sem þar er að finna. Ríg á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggða, ríg innan landshluta og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hilda Jana Gísladóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2024
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/46013
Description
Summary:Þetta lokaverkefni skiptist í tvo hluta, fjölmiðlaafurð og greinargerð um hana. Fjölmiðlaafurðin eru þrír útvarpsþættir sem kallast „Rígurinn“ og fjalla um byggðamál á Íslandi og þann undirliggjandi byggðaríg sem þar er að finna. Ríg á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggða, ríg innan landshluta og á milli landshluta. Fjallað er um sögulegt samhengi íslensks byggðarígs, rýnt í stjórnmál, menningu, jafnréttismál, verkalýðsbaráttu, menntun, samgöngumál, ólík viðhorf eftir búsetu og tekjum svo eitthvað sé nefnt. Markmið þáttanna er að vekja áhuga á byggðamálum og veita hlustendum tækifæri til að velta þeim fyrir sér út frá sjónarhornum ólíkra byggða, allt frá vaxtarsvæðum til brothættra byggða. Hér er gerð grein fyrir umfjöllunarefnum, vali á aðferðum og miðlunarleiðum, fræðilegu samhengi verkefnisins, með áherslu á tengsl fjölmiðla og byggðamála. Auk þess er farið yfir verkferlið við framleiðslu á útvarpsþáttunum. This final project is divided into two parts: a media product and a report about the product. The media product consists of three radio programs called „The tug of war: from fragile settlements to cities“, which is about regional issues in Iceland and the underlying regionalism, including regional conflicts. We explore various forms of regionalism such as issues between the capital area and rural areas, regionalism between different regions, and within the same region. The historical context of the Icelandic regional state is extensively discussed, for example, politics, culture, equality issues, labor struggles, education, transport issues, and different attitudes based on residence and income. The aim of the radio show is to shed light on the regional issues, spark interest in them, and give listeners the opportunity to reflect on them from the perspectives of different settlements, ranging from growth areas to fragile settlements. This report describes the choice of methods and means of communication, the theoretical context of the media product, with a focus on the relationship between the media ...