„Það var svo sem ekkert vandamál en þetta er eitthvað sem gagnkynhneigt fólk þarf ekki að ganga í gegnum“: Upplifun samkynja foreldra á fæðingar- og foreldraorlofi

Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á Íslandi sem rannsaka sérstaklega fæðingar- og foreldraorlofstöku samkynja para og upplifun þeirra í þeim kafla lífsins. Rannsóknin var framkvæmd eftir eigindlegri rannsóknaraðferð og beitt var viðtalsaðferð. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig sa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Freyja Hrönn Friðriksdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45998
Description
Summary:Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á Íslandi sem rannsaka sérstaklega fæðingar- og foreldraorlofstöku samkynja para og upplifun þeirra í þeim kafla lífsins. Rannsóknin var framkvæmd eftir eigindlegri rannsóknaraðferð og beitt var viðtalsaðferð. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig samkynja foreldrar í íslensku samfélagi ráðstafa fæðingar- og foreldraorlofi sínu eftir fæðingu eða ættleiðingu barns, með því markmiði að auka þekkingu og skilning á aðstæðum þeirra. Unnið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Hvernig ráðstafa samkynja foreldrar í íslensku samfélagi fæðingar- og foreldraorlofi sínu eftir fæðingu eða ættleiðingu barns síns?“ og „Hver er upplifun samkynja foreldra á barneignarferlinu og á fæðingar- og foreldraorlofi?“ Til að svara þessum spurningum voru tekin níu hálfstöðluð við níu viðmælendur sem voru öll foreldrar í samkynja sambandi og eiga barn eða börn undir fimm ára aldri. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðmælendurnir vilji nýta allan fæðingar- og foreldraorlofsrétt sinn og að tekjur hafi haft áhrif á hvernig foreldrarnir ráðstöfuðu því. Einnig lýstu viðmælendurnir tekjuskerðingu við að fara í fæðingarorlof. Allir foreldrarnir upplifðu bæði jákvæð og neikvæð viðbrögð í sinn garð frá fjarumhverfi sínu. Viðmælendurnir ræddu allir upplifun sína á kröfum kerfisins sem tengdist því að vera samkynja foreldri. Í niðurstöðunum kom í ljós að samkynja foreldrar þurfa að sinna meiri pappírsvinnu heldur en gagnkynja foreldrar vegna þess að það er ekki gert ráð fyrir þeim á umsóknareyðublöðum. Rannsókn þessi veitti innsýn í aðstæður þessara foreldra, þar sem ekki hefur áður verið gerð sambærileg rannsókn á Íslandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar má nýta til að bæta þjónustu og allt sem umlykur þá upplifun að vera samkynja foreldrar í fæðingar- og foreldraorlofi í íslensku samfélagi. Lykilorð: samkynja foreldrar, fæðingar- og foreldraorlof, viðmót, upplifun There have been no studies in Iceland that investigate the maternity and parental leave taken by same-sex ...