„Þegar kemur að börnum sem hallar undan fæti hjá þarf samfélag.“ Hlutverk tengiliða í grunnskólum út frá lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021

Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í hlutverk og verkefni tengiliða í grunnskólum nú þegar tæplega tvö ár eru liðin frá því að lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar nr. 86/2021 tóku gildi. Þrátt fyrir að ekki er liðinn langur tími frá gildistöku laganna þá taldi rannsakandi að þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Unnur Friðriksdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45975
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að öðlast innsýn í hlutverk og verkefni tengiliða í grunnskólum nú þegar tæplega tvö ár eru liðin frá því að lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar nr. 86/2021 tóku gildi. Þrátt fyrir að ekki er liðinn langur tími frá gildistöku laganna þá taldi rannsakandi að það gæti verið gagnlegt fyrir innleiðingarferlið og til lengri tíma litið að skoða reynslu tengiliða af því að gegna hlutverkinu hingað til. Að auki var kannað hvaða mat tengiliðir legðu á það hvaða áhrif nýju lögin hafa haft á starf þeirra. Þá var bæði kannað hað þau telja að hafi gengið vel og hvað þau telja að megi betur fara. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð, nánar tiltekið tilfellarannsókn þar sem tekin voru sjö hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við tengiliði. Þátttakendur eiga það sameiginlegt að starfa í grunnskólum innan sveitarfélaga sem hafa verið nefnd frumkvöðlasveitarfélög við innleiðingu laganna, en það eru Árborg, Akranes, Akureyri og Vestmannaeyjar. Helstu niðurstöður voru að allir viðmælendur töldu að farsældarlögin séu á heildina litið af hinu góða þegar kemur að því að samþætta þjónustu og voru sammála um að lögin gerðu það auðveldara að veita snemmtæka þjónustu. Viðmælendur fundu fyrir því að boðleiðir væru styttri og kerfið aðgengilegra eftir innleiðingu laganna þar sem nú ætti meira samtal sér stað á milli skólaþjónustunnar og félagsþjónustunnar. Niðurstöður sýndu þó að viðmælendur telja að skortur á úrræðum innan skólans og utan standi í veginum fyrir því að hægt sé að veita öllum börnum sem á þurfa að halda snemmtæka þjónustu í samræmi við farsældarlögin. Viðmælendur töldu einnig að til þess að tryggja farsæld barna yrði að vera hægt að veita foreldrum enn betri stuðning. Jafnframt þyrfti að huga betur að þátttöku barna í sínum eigin málum. Lykilorð: Tengiliður, samþætt þjónusta, farsæld, snemmtæk þjónusta. The aim of this study was to gain insight into the work and tasks of primary school coordinators of services in accordance to Act No. 86/2021 on the Integration of Services in the Interest ...