Kolvetnisskattur á Íslandi og nágrannaríkjunum

Gerðar voru rannsóknir á Drekasvæðinu árið 1985. Í lok árs 2008 var lagt fram frumvarp um skattlagningu á kolvetnisvinnslu sem höfðu að markmiði að ríkinu yrði tryggt ásættanleg hlutdeild í þeim hagnaði sem fellur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var markmiðið einnig a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rakel Lárusdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4597
Description
Summary:Gerðar voru rannsóknir á Drekasvæðinu árið 1985. Í lok árs 2008 var lagt fram frumvarp um skattlagningu á kolvetnisvinnslu sem höfðu að markmiði að ríkinu yrði tryggt ásættanleg hlutdeild í þeim hagnaði sem fellur til vegna nýtingar á takmarkaðri auðlind í eigu þjóðarinnar. Þá var markmiðið einnig að Ísland yrði í skattalegu tilliti samkeppnishæft við nágrannaríki sín, þ.e. Noregur, Færeyjar, Kanada, Írland og Grænland. Þá voru lögin sett fram með það að markmiði að löggjöf um skattlagningu kolvetnisvinnslu yrði gegnsæ. Árið 2005 samþykkti ríkisstjórnin að hefja undirbúning vegna olíuleitar á Drekasvæðinu. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hvort Ísland sé samkeppnishæft við önnur nágrannaríki hvað varðar gjöld og skatta á kolvetnum. Eða hvort skattaumhverfið geri það að verkum að erlendir fjárfestar forðist frekar framkvæmdir við Drekasvæðið vegna skattalöggjafarinnar. Einnig verður varpað ljósi á það hvort einhverjar breytingar þyrfti að gera á kolvetnisskattalögunum fyrir næsta útboð á leitarleyfum. Flestar þær upplýsingar sem koma fram í þessari ritgerð eru vefheimildir en einnig var skoðað ýmsar skýrslur og rætt við ýmsa aðila sem hafa þekkingu á þessu sviði kolvetna og skattlagningu. Það eru því margar heimildir í þessari ritgerð sem styðjast við tölvupóst sem fóru á milli höfundar ritgerðarinnar og viðmælanda. Helstu niðurstöður:  Að gjöld og skattar á Íslandi þurfa að samræmast meira þeim ríkjum sem eru nú þegar að framleiða olíu og gas eins og Noregi, Kanada og Írland.  Að Ísland sé ekki eins samkeppnishæf við nágrannaríkin eins og það telur sig vera  Nauðsynlegt sé að fella niður vinnslugjaldið til að auka samkeppni og vera meira aðlaðandi fyrir olíufyrirtæki.  Skynsamlegast er að vera með samræmanleg og sanngjörn gjöld og skatta til að laða olíufyrirtækjum frekar að Drekasvæðinu heldur en að Færeyjum og Grænlandi.