Algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku meðal félagsráðgjafarnema

Tilgangur rannsóknarinnar er að mæla algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku (e. Adverse childhood experiences/ACEs) á meðal félagsráðgjafarnema við Háskóla Íslands. Hérlendis hefur ekki verið gerð rannsókn áður á algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku hjá félagsráðgjafarnemum og lítið er vit...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Guðrún Arnardóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45955
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar er að mæla algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku (e. Adverse childhood experiences/ACEs) á meðal félagsráðgjafarnema við Háskóla Íslands. Hérlendis hefur ekki verið gerð rannsókn áður á algengi áfalla og erfiðra upplifana í æsku hjá félagsráðgjafarnemum og lítið er vitað um þeirra bakgrunn, að undanskildu því sem nemendur láta í ljós við inntökuferli í meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf. Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem send var spurningakönnun til nemenda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, svarhlutfall var 29,6%. Nemendur voru beðnir um að svara ACE spurningalistanum. Spurningalistanum er ætlað að mæla 10 algengustu áföll og erfiðar upplifanir barna á fyrstu 18 árum ævinnar. Til viðbótar var spurt um hvers vegna viðkomandi hefði ákveðið að stunda nám í félagsráðgjöf. Rannsóknarniðurstöðurnar voru bornar saman við aðrar ACE rannsóknir. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að nemendur í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands hafa líklega upplifað fleiri áföll og erfiðar upplifanir í æsku (e. ACEs) en niðurstöður erlendra ACE rannsókna benda til. Áföll og erfiðar upplifanir í æsku geta haft víðtæk áhrif til fullorðinsára, með tilliti til heilsu og lífsgæða þar af leiðandi er bent á leiðir sem eru færar fyrir kennara og nemendur til að auka vellíðan í námi og draga úr streitutengdum upplifunum eins og áfallatengdri streitu, áfallatengdri kulnun, samkenndarþreytu og kulnun í námi og síðar starfi. Lykilorð: áföll og erfiðar upplifanir í æsku, félagsráðgjafarnemar, félagsráðgjöf, streita, kulnun. The purpose of the study is to measure the prevalence of adverse childhood experiences (ACEs) among social work students at the University of Iceland. A study on the prevalence of ACEs has not been conducted in this country before among social work students and little is known about their background, except for what the students reveal during the admissions process to master's programs for professional qualifications in social work. The research ...