Hafnarsvæði á Íslandi. Þróun, hnignun og uppbygging

Sjávarútvegur er einn þeirra iðnaða sem vaxa ört og breytast hratt. Skip og tæki stækka og verða flóknari og því fylgir að svæðin undir þau þurfa að gera það líka. Þá duga ekki litlu hefðbundnu hafnarumhverfin sem notuð voru í allt. Þau þurfa annaðhvort að þróast samhliða skipunum eða taka á sig nýj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaugur Darri Pétursson 2000-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45942
Description
Summary:Sjávarútvegur er einn þeirra iðnaða sem vaxa ört og breytast hratt. Skip og tæki stækka og verða flóknari og því fylgir að svæðin undir þau þurfa að gera það líka. Þá duga ekki litlu hefðbundnu hafnarumhverfin sem notuð voru í allt. Þau þurfa annaðhvort að þróast samhliða skipunum eða taka á sig nýja mynd. Þar sem aðstæður uppfylla ekki alltaf kröfur og skilyrði til dæmis stórra skemmtiferðaskipa þurfa hafnarsvæðin að stundum að víkja fyrir svæðum sem henta betur. Í þeim tilfellum verða svæðin oft yfirgefin eða vannýtt og bæirnir eða þorpin sem byggð voru í kringum höfnina líka auð. Mikil þróun er í nágrannalöndunum þar sem auðum hafnarsvæðum er breytt í blandað svæði með verslunum, þjónustu og atvinnuhúsnæðum eða almenningsvæði með góða tengingu við sjávarbakkann. Mörg svæði hafa heppnast vel og vinsældir miklar. Mikil hefð er á Íslandi fyrir því að nota sjávarbakkann í margskonar dægrastyttingar og menningu og er því góð ástæða fyrir því að gera álíka hluti og nágrannar okkar með þau svæði sem gerðu landið að því sem það er í dag. Betra er að upphefja þessi mikilvægu svæði frekar en að leyfa þeim að drabbast niður og týnast í tímans tönn.