Hver er staða forsjárlauss foreldris gagnvart barnavernd samkvæmt 67. gr. a. barnaverndarlaga?

Með auknu eftirliti og minni þöggun hafa barnaverndarmál komið frekar til sögunnar. Fyrstu lögin um barnavernd komu árið 1932 og síðar hafa nokkur nýrri lög verið sett, nú síðast árið 2002. Með auknu barnaverndareftirliti hafa ýmis álitamál risið, eitt af þeim er hver réttur forsjárlauss foreldris s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Guðrún Kjartansdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45928
Description
Summary:Með auknu eftirliti og minni þöggun hafa barnaverndarmál komið frekar til sögunnar. Fyrstu lögin um barnavernd komu árið 1932 og síðar hafa nokkur nýrri lög verið sett, nú síðast árið 2002. Með auknu barnaverndareftirliti hafa ýmis álitamál risið, eitt af þeim er hver réttur forsjárlauss foreldris sé þegar forsjárforeldrið er svipt eða afsalar sér forsjánni. Það foreldri sem er forsjárlaust hefur þrátt fyrir það ákveðnum skyldum að gegna við barn sitt, til að mynda framfærsluskyldu. Í lögum sem samþykkt voru af Alþingi árið 1992 kom fyrst inn ákvæði að leita skuli umsagnar forsjárlauss foreldris þegar forsjárforeldrið er svipt eða afsalar sér forsjánni. Sá réttur hélst einnig í núgildandi lögum og hafa réttindi forsjárlauss foreldris verið að aukast, í dag teljast forsjárlausir foreldrar til dæmis aðilar að barnaverndarmáli þar sem hagsmunir þeirra eru taldir það miklir. Í ritgerð þessari skoðar höfundur hvernig lagaumhverfið í barnaverndarlögunum er, með hliðstjón af réttarstöðu forsjárlauss foreldris með áherslu á 67. gr. a. barnaverndarlaganna. Litið verður til þeirra málsmeðferðarreglna sem gilda í barnaverndarmálum og hvað getur valdið því að foreldrar eru sviptir forsjá. Frumvörp barnaverndarlaganna, bæði núgildandi sem og eldri barnaverndarlaga, verða skoðuð og ýmis fræðirit og fræðigreinar skoðaðar því til hliðsjónar. Dómar verða einnig skoðaðir með tilliti til efnis hverju sinni. With increased monitoring and less silence, child protection has become more spoken of. The first laws on child protection were passed in Iceland 1932, and later several new laws have been passed by the government, most recently in 2002. With increased child protection supervision, various issues have arisen, one of those being what the rights of a non-custodial parent are when the custodial parent loses and/or relinquishes custody. The non-custodial parent has certain obligations to their child, one of them is in form of a child support. In the Children Protection Act approved by Alþingi (The Supreme Sational Parliament of ...