Leiðsagnarkennarinn : faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi grunnskóla

Viðfangsefni þessa verkefnis er starfstengd leiðsögn í grunnskólum og þróun skólastarfs. Rannsóknir á íslensku skólastarfi undanfarinna ára sýna að áhersla á starfstengda leiðsögn hefur aukist í takt við nýjar og breyttar áherslur í kennaramenntun, skólastarfi og starfs- og skólaþróun. Markmið þessa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björg Melsted 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45886
Description
Summary:Viðfangsefni þessa verkefnis er starfstengd leiðsögn í grunnskólum og þróun skólastarfs. Rannsóknir á íslensku skólastarfi undanfarinna ára sýna að áhersla á starfstengda leiðsögn hefur aukist í takt við nýjar og breyttar áherslur í kennaramenntun, skólastarfi og starfs- og skólaþróun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða starf leiðsagnarkennara í grunnskólum út frá nýlegu ákvæði um starfsheitið í kjarasamningi grunnskólakennara. Skýrt er kveðið á um að leiðsagnarkennari sé faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi sem er/getur verið starfandi kennurum til ráðgjafar þegar kemur að starfsþróun og endurmenntun. Í rannsókninni er leitast við að varpa ljósi á hlutverk leiðsagnarkennara og þá þætti sem stuðla að því að hann taki stöðu faglegs leiðtoga í grunnskóla. Við öflun upplýsinga var beitt eigindlegri aðferðafræði og tekin átta viðtöl við leiðsagnarkennara og skólastjóra í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Leitast var við að fá skýra mynd af hlutverki leiðsagnarkennara, skipulagi starfsins, ásamt viðhorfum og væntingum til gagnsemi starfsins fyrir skólastarf og þróun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að mikil þörf sé fyrir stuðning og leiðsögn í skólunum. Leiðsagnarkennarar sem búa yfir þekkingu á sviði leiðsagnar og ráðgjafar hafa sterkari sýn á hlutverk sitt sem faglegir leiðtogar en þeir sem minni þekkingu hafa. Jafnframt hafa þeir sterkari stöðu í lærdómssamfélaginu þar sem skólastjóri deilir sömu sýn. Vilji skólastjóra og leiðsagnarkennara til að sinna faglegri forystu er greinilegur en skortur á tíma og fjármunum er hamlandi. Starf leiðsagnarkennara er enn í mótun og til að það þróist þannig að leiðsagnarkennari taki forystu um að innleiða leiðsagnarmenningu í grunnskólum benda niðurstöður til þess að eftirfarandi þættir þurfi að fara saman: Virkt samtal milli hagsmunaaðila grunnskólans um sameiginlegan skilning og útfærslu á starfi leiðsagnarkennara, aukið svigrúm leiðsagnarkennara til að sinna starfinu, þekking leiðsagnarkennara á sviði leiðsagnar, stefna skólans um virkt lærdómssamfélag og sýn ...