Mat á landgræðslu í Hítardal með Sentinel-2 gervitunglamyndum

Landhnignun hefur lengi verið alvarlegt vandamál víðsvegar um Ísland. Víða er landgræðsla stunduð til að endurheimta tapaðan gróður á rofsvæðum. Mat á árangri aðgerða er mikilvægur hluti landgræðslustarfs og í þessari rannsókn er litið á notkun fjarkönnunar úr geimnum í þeim tilgangi. Forsenda ranns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Emil Snorri Árnason 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45846
Description
Summary:Landhnignun hefur lengi verið alvarlegt vandamál víðsvegar um Ísland. Víða er landgræðsla stunduð til að endurheimta tapaðan gróður á rofsvæðum. Mat á árangri aðgerða er mikilvægur hluti landgræðslustarfs og í þessari rannsókn er litið á notkun fjarkönnunar úr geimnum í þeim tilgangi. Forsenda rannsóknarinnar er uppgræðsluverkefni sem Landgræðslan hóf árið 2020 í Hítardal, einu mesta uppblásturssvæði Vesturlands. Rannsóknin er gerð í samstarfi við Landgræðsluna. Notast er við Sentinel-2 gervitunglamyndir, sem hafa tiltölulega háa upplausn í tíma og rúmi. NDVI-gróðurlyklinum er beitt á myndirnar til að meta þéttleika gróðurs. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að á árunum 2017-2022 jókst magn gróðurs á rannsóknarsvæðinu og flatarmál ógróinna svæða minnkaði. Um 23% hækkun varð á meðaltali NDVI-gilda á svæðinu yfir tímabilið. Þá ályktun má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar að Sentinel-2 gervitunglamyndir henti vel við árangursmat í landgræðslu. Þrátt fyrir að vera einhverjum annmörkum háð gefur nálgunin góða yfirsýn og hefur ýmsa kosti fram yfir aðrar nálganir. Land degradation has long been a serious problem in many parts of Iceland. Efforts are being made to revegetate eroded areas. Assessing the effectiveness of revegetation measures is an important part of revegetation and this study examines the use of spaceborne remote sensing for such assessments. The premise of the study is a revegetation project started by the Icelandic Soil Conservation Service (Landgræðslan) in 2020 in Hítardalur, one of the most severely eroded areas in west Iceland. The study is done in collaboration with Landgræðslan. Sentinel-2 satellite imagery is used, which offers a relatively high temporal and spatial resolution. The Normalized Difference Vegetation Index (NDVI) is applied to the images to assess vegetation density. The results show that in 2017-2022, the amount of vegetation in the study area increased whereas unvegetated areas decreased in size. The study area saw a 23% increase in the average NDVI values over the period. ...