„Ég held að allir séu bara að gera sitt besta alls staðar“: Reynsla einstaklinga sem starfa með flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd á Íslandi

Rannsóknin snýr að málaflokki flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innsýn í málaflokkinn var fengin með því að skoða sjónarhorn og reynslu einstaklinga sem starfa með flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu þeirra af st...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gyða Margrét Kristjánsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45800
Description
Summary:Rannsóknin snýr að málaflokki flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Innsýn í málaflokkinn var fengin með því að skoða sjónarhorn og reynslu einstaklinga sem starfa með flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu þeirra af starfi og málaflokknum, hvaða áhrif starfsreynslan hefur haft á persónulega sýn þeirra og viðhorf, hvaða hindranir þau mæta í starfi og hindranir sem skjólstæðingar þeirra mæta í íslensku samfélagi. Rannsóknin byggir á aðferðafræði eigindlegrar rannsóknaraðferðar og tekin voru níu viðtöl við einstaklinga sem starfa með flóttafólki og/eða umsækjendum um alþjóðlega vernd. Stuðst var við fræðilega umfjöllun um alþjóðlega fólksflutninga og kenningar sem tengjast þeim, þróun fólksflutninga á Íslandi, félagslegar hliðar þess að flytjast til nýs lands og hindranir að samfélagi. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á viðfangsefninu á Íslandi voru settar í samhengi við niðurstöður. Niðurstöður leiddu í ljós að reynsla þátttakenda af starfi er fjölbreytt, það sé bæði krefjandi og gefandi að starfa með flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd. Hindranir í starfi snerust að mestu leyti að úrræðaleysi, vöntun á samtali á milli stofnana og skorti á stefnumótun í málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Bæta þurfi íslenskukennslu, samfélagsfræðslu og styrkja aðra innviði kerfisins í kringum málaflokkinn. Þátttakendur voru bjartsýnir fyrir framþróun málaflokksins og reynsla þeirra getur verið leiðarvísir til úrbóta í málaflokki flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. This research focuses on the issues of refugees and asylum seekers in Iceland. Insights to the field were gained by examining the perspectives and experiences of individuals who work with refugees and asylum seekers. The aim of this research was to elucidate their experience of working in this field and the impact it has had on their personal views and sentiments, to expound the obstacles they face while working in this fields, and the ...