Umhverfi dvalarheimila hvati til lífsgæða eða hlutlaus umgjörð

Viðfangefnið í þessu verkefni er mikilvægi útisvæða við dvalarheimili og hvaða áhrif þau hafa á heilsu og lífsgæði aldraða. Markmiðið er að svara spurningunni: Hvernig er aðgengi og aðstaða aldraða á útisvæðum við dvalar- og hjúkrunarheimili. Til þess að nálgast viðfangsefnið var gerður gátlisti sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Marta María Jónsdóttir 1976-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/4572
Description
Summary:Viðfangefnið í þessu verkefni er mikilvægi útisvæða við dvalarheimili og hvaða áhrif þau hafa á heilsu og lífsgæði aldraða. Markmiðið er að svara spurningunni: Hvernig er aðgengi og aðstaða aldraða á útisvæðum við dvalar- og hjúkrunarheimili. Til þess að nálgast viðfangsefnið var gerður gátlisti sem var að mestu unnin upp úr bókinni Aðgengi fyrir alla. Leitast var eftir að svara spurningum eins og hvaða þættir einkenna gott útisvæði, getur aðgengi, skipulag, byggingartími, rekstarform, framtíðarskipulag og landfræðileg staðsetning haft áhrif á notkun svæðanna. Þau heimili sem valin voru til skoðunar eru, Dvalarheimilið Höfði Akranesi, Dvalarheimili aldraðra Borgarnesi, Grund í Reykjavík og Skógarbær, Reykjavík. Við valið var reynt að fá fram sem mesta breidd bæði hvað varðar rekstur, stærð og staðsetningu. Farið var í nokkrar vettvangsferðir á valin svæði, teknar ljósmyndir, gátlisti fylltur út og rætt við forsvarsmenn og heimilisfólk. Það má segja eftir úttektina að aðgengi og aðstaða er misgóð. Á þremur stöðum var aðgengi almennt í lagi en á einum staðnum er það mjög lélegt. Við þau þrjú heimili sem voru í lagi er ljóst að aðgengi og skipulag hefur áhrif á notkun svæðanna og heimilið sem kom verst út er með lélegasta aðgengið, þar er útisvæðið minnst notað. Ekki er sýnilegt að þættir eins og byggingartími, rekstrarform og staðsetning heimilanna hafi afgerandi áhrif á niðurstöður. Besta dæmið um þetta er Dvalarheimilið Höfði á Akranesi sem er næst elsta dvalarheimilið og með besta aðgengið. Rekstarform og staðsetning virðist ekki hafa áhrif þegar gæði útsvæða eru skoðuð. Framtíðarskipulag þeirra svæða sem skoðuð voru í þessu verkefni sýndu að á þremur af þessum fjórum stöðum er verið að stækka dvalarheimilin og flest allar viðbyggingarnar eru áætlaðar fjórar til sjö hæðir það er hreinlega að vera að byggja inn á vel hönnuð útisvæði og með þessum stækkunum er í öllum tilfellum verið að skerða dvalarsvæðin, minnka útsýni, auka skuggamyndun og rjúfa tengingar við svæðið Mjög lítið hefur verið skoðuð notkun og ...