Að spara dýrmætan tíma allra: Jafnréttismat á stafvæðingu opinberrar þjónustu

Verkefnastofa um stafrænt Ísland hefur frá árinu 2018 unnið að því að gera alla opinbera þjónustu aðgengilega á einum stað á vefnum island.is. Stafvæðingin er áherslumál stjórnvalda en í stafrænni stefnu segir að hún eigi að „spara dýrmætan tíma fólks“. Ekki liggur fyrir mat á jafnréttisáhrifum staf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrefna Rós Matthíasdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45719
Description
Summary:Verkefnastofa um stafrænt Ísland hefur frá árinu 2018 unnið að því að gera alla opinbera þjónustu aðgengilega á einum stað á vefnum island.is. Stafvæðingin er áherslumál stjórnvalda en í stafrænni stefnu segir að hún eigi að „spara dýrmætan tíma fólks“. Ekki liggur fyrir mat á jafnréttisáhrifum stafvæðingar opinberrar þjónustu þrátt fyrir að í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) segi að unnið skuli að samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða við opinbera stefnumótun og ákvörðunartöku. Í rannsókninni er notast við gögn frá Tryggingastofnun, Þjóðskrá, Hagstofu Íslands og Hagstofu Evrópusambandsins til að varpa ljósi á kynja- og jafnréttissjónarmið stafvæðingar opinberrar þjónustu með áherslu á tíma sem fer í ólaunuð umönnunarstörf. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru að konur senda frekar inn umsóknir um þjónustu sem tengja má ólaunuðum umönnunarstörfum en karlar. Stafvæðing styttir þann tíma sem varið er í umsóknarferlin en getur að sama skapi aukið þann tíma sem fer í ólaunuð umönnunarstörf við að leiðsegja fólki sem ekki býr yfir stafrænni færni. Stjórnvöld geta forgangsraðað stafvæðingu þjónustuferla hjá þeim hópum þar sem umönnunarálag er mikið og þannig aukið líkur á því að stafvæðing opinberrar þjónustu spari dýrmætan tíma allra. Since 2018, Digital Iceland has worked on building a digital infrastructure to deliver public service in one place, on the website island.is. Authorities have prioritized digitalization and the digital strategic plan states that digitalization should “save people’s valuable time”. No gender impact assessment has been conducted of the digitalization of public service despite the Icelandic laws on equal status and rights of all genders (nr. 150/2020) requiring gender mainstreaming to be applied to public policy and decision making. In this study data from The Social Insurance Administration (Tryggingastofnun), Register Iceland (Þjóðskrá), Statistics Iceland (Hagstofa Íslands) and Eurostat is used to assess the gender impact of the digitalization of public ...