Undirstaða alls náms : áhrif Byrjendalæsis á lestrarfærni yngri barna

Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Háskóla Íslands, grunnskólakennslu yngri barna á menntavísindasviði, vorið 2022. Í ritgerðinni munum við fjalla um Byrjendalæsi, aðferð læsis sem þróuð er af Rósu Eggertsdóttur, sérfræðingi við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Byrjendalæsi hefur ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Telma Björk Bjarkadóttir 1992-, Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2022
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45691
Description
Summary:Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed. prófs við Háskóla Íslands, grunnskólakennslu yngri barna á menntavísindasviði, vorið 2022. Í ritgerðinni munum við fjalla um Byrjendalæsi, aðferð læsis sem þróuð er af Rósu Eggertsdóttur, sérfræðingi við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Byrjendalæsi hefur verið valkostur í læsiskennslu fyrir nemendur í 1. og 2. bekk grunnskóla allt frá árinu 2006. Það hefur verið notað í kennslu í 3. og 4. bekk og hafa sumir nýtt hluta af líkaninu allt upp í 6. og 7. bekk. Innleiðing aðferðarinnar hefur þó verið sniðin að yngsta stiginu. Við munum leitast við að skoða hvernig Byrjendalæsisaðferðin er notuð og hvaða árangri hún skilar nemendum á yngsta stigi grunnskóla. Einnig munum við fara yfir aðrar lestrarkennsluaðferðir og hvernig þær fléttast inn í Byrjendalæsi. Komið er inn á þá þætti sem stuðla að farsælum lesferil nemenda, s.s. mál- og lesskilning og umskráningu. Við munum leita leiða við að skoða hvernig aðferðin dýpkar og eykur skilning barna á lestri. Hugtakið læsi nær yfir lestur, ritun, hlustun og tal. Hugmyndafræði Byrjendalæsis lítur á að þessi hugtök sem samþætt, en gengið er út frá því að kennarar noti margvísleg og fjölbreytt viðfangsefni sem draga fram gildi aðferða við árangursríkan lestur. Við munum í ritgerðinni leita svara við rannsóknarspurningunni: Hversu vel lestraraðferðin Byrjendalæsi styður við lestrarkennslu yngri barna?