Félagsmiðstöð í plastkössum : aðstöðumunur félagsmiðstöðva

Ritgerð þessi fjallar um aðstöðumun og jafnt aðgengi að félagsmiðstöðvum á Íslandi. Áhuginn á félagsmiðstöðvastarfi kviknaði út frá vettvangsnámi mínu í nóvember 2022. Þar fékk ég að sjá hvað unglingum líður almennt vel í starfinu og það skiptir þau miklu máli að geta sótt starfið á eigin forsendum....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ljósbrá Loftsdóttir 2001-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45645
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um aðstöðumun og jafnt aðgengi að félagsmiðstöðvum á Íslandi. Áhuginn á félagsmiðstöðvastarfi kviknaði út frá vettvangsnámi mínu í nóvember 2022. Þar fékk ég að sjá hvað unglingum líður almennt vel í starfinu og það skiptir þau miklu máli að geta sótt starfið á eigin forsendum. Sjálf er ég utan af landi og sótti ég félagsmiðstöðina mikið á sínum tíma en eftir að hafa séð hvernig starfinu er háttað í Reykjavík nú á dögum sá ég tækifæri til að gera grein fyrir muninum á starfinu eftir sveitarfélögum. Kafað var í almenna starfsemi félagsmiðstöðva, fræðin sem starfið byggir á og gildi félagsmiðstöðva. Tekin voru viðtöl við forstöðumenn félagsmiðstöðva vítt og breitt um landið þar sem þeir svöruðu spurningum varðandi forvarnastarf í þeirra félagsmiðstöð, aðstöðuna og út á hvað starfið gengur. Út frá viðtalinu verður hægt að gera grein fyrir mun á milli félagsmiðstöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Niðurstöður leiða í ljós gríðarlegan aðstöðumun og mun styttri opnunartíma á landsbyggðinni heldur en í Reykjavík. Greinileg vöntun er á lögum um félagsmiðstöðvar ef jafna á rétt allra barna til félagsmiðstöðvastarfs. Lykilorð: félagsmiðstöð, sveitarfélög, aðstaða, forvarnir, unglingar, gildi, misrétti, reglugerðir