Styður brúin við tvítyngd börn? : um brúarteymi

Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig Brúin styður við kennslu tvítyngdra barna. Brúin er verkferill sem leikskólar í Hafnarfirði fara eftir. Brúarteymi samanstendur af sérfræðingum sem vinna hjá bæjarfélaginu og eru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Teymið fer yfir stöðu barnanna og leita a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Rut Þorleifsdóttir 1999-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45583
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig Brúin styður við kennslu tvítyngdra barna. Brúin er verkferill sem leikskólar í Hafnarfirði fara eftir. Brúarteymi samanstendur af sérfræðingum sem vinna hjá bæjarfélaginu og eru sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Teymið fer yfir stöðu barnanna og leita að lausnum til þess að koma til móts við börnin sem eru að glíma við einhverskonar frávik, vanlíðan eða annað. Leikskóli án aðgreiningar tengist Brúnni á þann hátt að verið er að finna leiðir í Brúnni með aðstoð frá sérfræðingum til þess að koma til móts við barnið á þeim stað sem það er á, á þeim tíma. Tvítyngi er þegar barn á annað móðurmál en íslensku, eða fleiri en eitt tungumál. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að tvítyngd börn séu að koma illa út úr málþroskaprófum í íslensku, niðurstöður þessara rannsókna er tengd við niðurstöður annara rannsókna. Rannsóknin er eigindleg þar sem tekið var viðtal við leikskólastjóra, sérkennslustjóra, aðstoðarleikskólastjóra og sérfræðing úr Brúarteymi. Helstu niðurstöður voru þær að Brúin er að auðvelda leikskólakennurum starfið með tvítyngdu börnunum og er góður stuðningur við leikskólastjórana og þannig kemur Brúin vel til móts við tvítyngd börn. Rannsóknin staðfestir það að Brúin er góð leið til þess að styðja við börn í leikskólum, kennarana og leikskólann sjálfan.