„Það er margt gott í þessu sem hentar vel en það er löngu kominn tími á nýjar kennslubækur“ : álit fimm kennara á námsefni í ensku í 7. og 10. bekk

Margir kennarar sem kenna ensku í grunnskólum á Íslandi eru ekki með grunninn eða þjálfunina í að kenna ensku. Því er mjög mikilvægt að kennarar hafi gott námsefni til afnota í ensku svo að nemendur fái sem mest út úr kennslunni. Rannsókn var framkvæmd í tveimur grunnskólum á Íslandi, nánar tiltekið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Björg Þorsteinsdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45511
Description
Summary:Margir kennarar sem kenna ensku í grunnskólum á Íslandi eru ekki með grunninn eða þjálfunina í að kenna ensku. Því er mjög mikilvægt að kennarar hafi gott námsefni til afnota í ensku svo að nemendur fái sem mest út úr kennslunni. Rannsókn var framkvæmd í tveimur grunnskólum á Íslandi, nánar tiltekið á höfuðborgarsvæðinu og í sama hverfinu þar sem fimm kennarar voru spurðir út í álit þeirra á því námsefni sem þeir höfðu til afnota, hvort sem það var efni sem gefið var út af Menntamálastofnun eða efni sem kennarar fundu eða bjuggu til sjálfir. Aðferðin sem notuð var kallast tilviksrannsóknir (e. case study) þar sem fengnar voru dæmisögur frá tveimur enskukennurum í 7. bekk og frá þremur enskukennurum í 10. bekk. Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og skilja reynslu kennara á námsefninu, hvaða skoðun þeir hefðu á því og hvernig það er notað í grunnskólum. Rannsóknin var hluti af spurningakönnun meðal enskukennara sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands sá um að framkvæma vorið 2022. Niðurstöður spurningakönnunarinnar leiddu í ljós að margir kennarar voru óánægðir með það námsefni sem þeir höfðu til afnota, þá kom helst í ljós að námsefnið er úrelt og er ekki endilega í takt við samfélagið í dag. Niðurstöður viðtalanna voru mjög samhljóma þeim niðurstöðum sem fram komu úr spurningakönnuninni, kennararnir voru sammála um að bækurnar sjálfar sem þeir höfðu til afnota væru góðar en að textarnir í þeim væru úreltir og að þeir þurftu oft að búa til sín eigin verkefni til þess að vekja áhuga á efninu hjá nemendum sínum. Það var mikill samhljómur um að það vantaði fjölbreytni og nýrri texta. Frekari rannsóknir á þessu efni gætu leitt í ljós ítarlegri niðurstöðu á því sem upp á vantar í námsefni í ensku, en best væri þó að nýtt námsefni yrði gert og það uppfært reglulega. Many teachers who teach English in primary schools in Iceland do not have the foundation or training to teach English. Therefore, it is very important that teachers have good English teaching materials for use so that students get the most out ...