Viðhorf presta þjóðkirkjunnar til þjónandi forystu : vegvísir til innleiðingar

Engin birt rannsókn hefur verið gerð á viðhorfi íslenskra presta til þjónandi forystu. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar meðal annarra starfsstétta hér á landi sem og erlendis hafa leitt í ljós jákvæð tengsl þjónandi forystu við ánægju starfsfólks og árangur skipulagsheilda. Miklar breytingar haf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arna Grétarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45200
Description
Summary:Engin birt rannsókn hefur verið gerð á viðhorfi íslenskra presta til þjónandi forystu. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar meðal annarra starfsstétta hér á landi sem og erlendis hafa leitt í ljós jákvæð tengsl þjónandi forystu við ánægju starfsfólks og árangur skipulagsheilda. Miklar breytingar hafa verið gerðar á stjórnskipan kirkjunnar undanfarið og gagnlegt að varpa ljósi á vægi þjónandi forystu með hliðsjón af hugsanlegri innleiðingu hugmyndafræðinnar innan kirkjunnar. Framkvæmd var megindleg rannsókn til að mæla vægi þjónandi forystu meðal allra íslenskra presta er starfa innan sókna um land allt. Viðhorfskönnun var send út og var uppistaðan spurningalistans mælitækið Organizational Leadership Assessment (OLA) sem mælir sex þætti þjónandi forystu og starfsánægju. Auk þess var ein heildarspurning um starfsánægju lögð fyrir, þrjár um sálfélagslega þætti ásamt spurningu um teymisvinnu. Svarhlutfall var 62%. Niðurstöður gefa til kynna að viðhorf íslenskra presta til þjónandi forystu er að meðaltali 3,94 á skalanum 0-5 sem er yfir meðallagi hátt. Sterk jákvæð fylgni mældist milli þjónandi forystu og starfsánægju meðal presta. Það er ekki munur á vægi þjónandi forystu eða starfsánægju hjá prestum og sóknarprestum. Konur meta þjónandi forystu að meðaltali lægri en karlar í öllum þáttum þjónandi forystu. Teymisvinna skilar meiri starfsánægju hjá prestum og sóknarprestum. Þeir sem vinna í teymum hafa jákvæðara viðhorf til allra þátta þjónandi forystu. Niðurstaða þessarar rannsóknar er í takt við fyrri rannsóknir á vægi þjónandi forystu meðal annarra starfsstétta. Niðurstöður gefa vísbendingu um að markviss innleiðing þjónandi forystu gæti stuðlað að frekari vellíðan, teymisvinnu og starfsánægju meðal presta þjóðkirkjunnar. Lykilorð: Þjónandi forysta, þjóðkirkjan sóknarprestar, prestar, starfsánægja, teymisvinna No published study has been done on Icelandic priests’ perception of servant leadership. A few studies have been done on several other professions in Iceland. The idealogies and theories on servant ...