„Eina sem er verra en að þjálfa starfsfólkið þitt vel og svo hættir það er að þjálfa það ekki og halda því" - Hver er staðan á fræðslumálum á skyndibitamarkaði og hvernig má bæta hana?

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hvernig fræðslumálum er háttað á helstu skyndibitastöðum á Íslandi og hvernig má bæta þau til hliðsjónar við fræðin. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö viðmælendur stærstu skyndibitastaða á Íslandi. Fyrirtæki viðmælenda myn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Axel Örn Gunnarsson 1999-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/45169
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hvernig fræðslumálum er háttað á helstu skyndibitastöðum á Íslandi og hvernig má bæta þau til hliðsjónar við fræðin. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við sjö viðmælendur stærstu skyndibitastaða á Íslandi. Fyrirtæki viðmælenda mynduðu samanlagt um 70% af markaðshlutdeild skyndibitamarkaðsins á Íslandi. Athugað var tilhögun fræðslu- og þjálfunarmála fyrirtækjanna ásamt því hvað viðmælendur telja fyrirtækið vera gera vel og hvað illa. Viðmælendur voru spurðir um hvernig bæta mætti fræðslumálin og hvaða verkfæri þau töldu vera nauðsynleg til verkefnisins. Leitast var eftir því að svara rannsóknarspurningu verkefnisins: Hver er staðan á fræðslumálum á skyndibitamarkaði og hvernig má bæta hana? Fræðilegur bakgrunnur verkefnisins byggir á fyrri rannsóknum á viðfangsefninu og fræðilegu efni um fræðslu og þjálfunarmál. Uppsetning á fræðilega hlutanum leiðir lesandann í gegnum mannauðsstjórnun og uppsetningu á fræðslumálum á rökréttan hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar upp með kóðun, þemagreiningu og túlkaðar af rannsakanda. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að staðan á fræðslumálum á skyndibitamarkaði er almennt góð. Mest áhersla er lögð á þjálfun á vinnustað þar sem viðmælendur telja það vera bestu leiðina miðað við starfið sjálft og vegna þeirrar staðreyndar að starfsmenn þeirra séu almennt ungir og í hlutastarfi. Helstu vandamál viðmælenda við fræðslustarf sitt var tímaskortur bæði yfirmanna á staðnum og stjórnendateymis á skrifstofum fyrirtækjanna. Þá voru allir viðmælendur sammála um að efnið þyrfti að vera skemmtilegt, aðgengilegt og gildishlaðið til þess að það myndi skila árangri. Það gat verið ákveðin áskorun að ná því markmiði. Ritgerðin gefur ágæta sýn á stöðu fræðslu- og þjálfunarmála helstu skyndibitastaða á Íslandi. The subject of this study is to look at how education and training of employees are handled in the fast-food industry in Iceland and how they can be improved. A qualitative research study was conducted in which ...