Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás

Reykjavík er samansafn af fjölbreyttum rýmum, hýbýlum, atvinnusvæðum, götum og gangstéttum og á milli þeirra allra teygja almenningsrýmin sig um gjörvalla borgina, þau þjóna þeim tilgangi að gestir og gangandi geti notað svæðin til tómstundar eða útivistar. Skipulag og hönnun þeirra eiga að stuðla a...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2023
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/44805
id ftskemman:oai:skemman.is:1946/44805
record_format openpolar
spelling ftskemman:oai:skemman.is:1946/44805 2024-09-15T18:32:21+00:00 Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988- Landbúnaðarháskóli Íslands 2023-05 application/pdf http://hdl.handle.net/1946/44805 is ice http://hdl.handle.net/1946/44805 Landslagsarkitektúr Almenningsrými Lýðheilsustefna Leiksvæðastefna Heilsuefling Hugarró Hönnunartillögur Thesis Bachelor's 2023 ftskemman 2024-08-14T04:39:49Z Reykjavík er samansafn af fjölbreyttum rýmum, hýbýlum, atvinnusvæðum, götum og gangstéttum og á milli þeirra allra teygja almenningsrýmin sig um gjörvalla borgina, þau þjóna þeim tilgangi að gestir og gangandi geti notað svæðin til tómstundar eða útivistar. Skipulag og hönnun þeirra eiga að stuðla að sjálfbærni, velferð og bættri lýðheilsu íbúa í Reykjavík. Sýnt hefur verið fram á að náttúrulegt umhverfi hefur jákvæð áhrif á heilsu barna og fullorðna og geta þau stuðlað að endurheimt og hugarró sem nærir einstaklinginn svo hann nái að viðhalda einbeitingu við daglegar athafnir. Seláshverfið sem tilheyrir Árbæ í Reykjavík er yfir 30 ára gamalt og því rótgróið. Hverfið má segja skarti fallegum náttúru- og útivistarsvæðum í nágrenni sínu sem er fjölfarið af bæði íbúum og gestum hverfisins. Almenningsrýmin tengjast stóru neti hins svokallaða „Græna trefils“ sem er skógræktar- og útivistarsvæði sem þverar höfuðborgarsvæðið frá Hafnarfirði til rætur Esju. Til að halda vörð um náttúruna og líffræðilegan fjölbreytileika ber Reykjavík að framfylgja sínum eigin stefnum. Tilgangur ritgerðarinnar er að greina almenningsrými í Selás, úthverfi Reykjavíkur, og athuga hvort þau séu samkvæmt stefnum og markmiðum sem Reykjavík hefur sett sér til að þjóna íbúum og búa þeim betri aðstæður í nærumhverfi sínu. Almenningsrýmin eru tíu talsins með mismunandi útfærslum eins og hefðbundin leiksvæði, andrými eða hverfisgarðar. Áhersla er lögð í greininguna að athuga hvort umhverfið styður við heilsueflandi athafnir og hvort aðstaða sé fyrir fjölbreytta aldurshópa. Niðurstöður úr greiningu sýndu fram á að fjögur svæði af tíu fengu jákvæðara mat á rýmum sínum en hin. Í þeim rýmum var aðstaða bæði fyrir fullorðna og börn að dvelja á til lengri tíma. Hin svæðin buðu upp á færri tækifæri til lengri viðveru til heilsueflingar eða til hugarróar. Svæðin hafa hins vegar möguleika á endurbótum sem geta stuðlað að heilsubætandi umhverfi fyrir fjölbreyttan aldurshóp. Bachelor Thesis Reykjavík Reykjavík Skemman (Iceland)
institution Open Polar
collection Skemman (Iceland)
op_collection_id ftskemman
language Icelandic
topic Landslagsarkitektúr
Almenningsrými
Lýðheilsustefna
Leiksvæðastefna
Heilsuefling
Hugarró
Hönnunartillögur
spellingShingle Landslagsarkitektúr
Almenningsrými
Lýðheilsustefna
Leiksvæðastefna
Heilsuefling
Hugarró
Hönnunartillögur
Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988-
Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
topic_facet Landslagsarkitektúr
Almenningsrými
Lýðheilsustefna
Leiksvæðastefna
Heilsuefling
Hugarró
Hönnunartillögur
description Reykjavík er samansafn af fjölbreyttum rýmum, hýbýlum, atvinnusvæðum, götum og gangstéttum og á milli þeirra allra teygja almenningsrýmin sig um gjörvalla borgina, þau þjóna þeim tilgangi að gestir og gangandi geti notað svæðin til tómstundar eða útivistar. Skipulag og hönnun þeirra eiga að stuðla að sjálfbærni, velferð og bættri lýðheilsu íbúa í Reykjavík. Sýnt hefur verið fram á að náttúrulegt umhverfi hefur jákvæð áhrif á heilsu barna og fullorðna og geta þau stuðlað að endurheimt og hugarró sem nærir einstaklinginn svo hann nái að viðhalda einbeitingu við daglegar athafnir. Seláshverfið sem tilheyrir Árbæ í Reykjavík er yfir 30 ára gamalt og því rótgróið. Hverfið má segja skarti fallegum náttúru- og útivistarsvæðum í nágrenni sínu sem er fjölfarið af bæði íbúum og gestum hverfisins. Almenningsrýmin tengjast stóru neti hins svokallaða „Græna trefils“ sem er skógræktar- og útivistarsvæði sem þverar höfuðborgarsvæðið frá Hafnarfirði til rætur Esju. Til að halda vörð um náttúruna og líffræðilegan fjölbreytileika ber Reykjavík að framfylgja sínum eigin stefnum. Tilgangur ritgerðarinnar er að greina almenningsrými í Selás, úthverfi Reykjavíkur, og athuga hvort þau séu samkvæmt stefnum og markmiðum sem Reykjavík hefur sett sér til að þjóna íbúum og búa þeim betri aðstæður í nærumhverfi sínu. Almenningsrýmin eru tíu talsins með mismunandi útfærslum eins og hefðbundin leiksvæði, andrými eða hverfisgarðar. Áhersla er lögð í greininguna að athuga hvort umhverfið styður við heilsueflandi athafnir og hvort aðstaða sé fyrir fjölbreytta aldurshópa. Niðurstöður úr greiningu sýndu fram á að fjögur svæði af tíu fengu jákvæðara mat á rýmum sínum en hin. Í þeim rýmum var aðstaða bæði fyrir fullorðna og börn að dvelja á til lengri tíma. Hin svæðin buðu upp á færri tækifæri til lengri viðveru til heilsueflingar eða til hugarróar. Svæðin hafa hins vegar möguleika á endurbótum sem geta stuðlað að heilsubætandi umhverfi fyrir fjölbreyttan aldurshóp.
author2 Landbúnaðarháskóli Íslands
format Bachelor Thesis
author Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988-
author_facet Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988-
author_sort Helga Guðný Þorgrímsdóttir 1988-
title Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
title_short Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
title_full Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
title_fullStr Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
title_full_unstemmed Almenningsrými í úthverfi Reykjavíkur. Forsendur og hönnunartillögur fyrir Selás
title_sort almenningsrými í úthverfi reykjavíkur. forsendur og hönnunartillögur fyrir selás
publishDate 2023
url http://hdl.handle.net/1946/44805
genre Reykjavík
Reykjavík
genre_facet Reykjavík
Reykjavík
op_relation http://hdl.handle.net/1946/44805
_version_ 1810474063417573376