Að byrja í skóla fyrr og nú : fræðilegar upplýsingar um þann mun sem hefur átt sér stað við skólabyrjun sex ára nemenda í Árskóla á Sauðárkróki nú, fyrir 10 árum og fyrir 35 árum

Verkefni þetta, sem við völdum til fullnaðar B.ed. prófs okkar frá Kennaraháskóla Íslands, er rannsókn á breytingum þeim er átt hafa sér stað í kennslu og kennsluháttum sex ára barna við Árskóla á Sauðárkróki s.l. 35 ár. Það hafði áhrif á áhuga okkar á þessu rannsóknarefni að við vorum í fyrsta árga...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: María Kristín Sævarsdóttir, Sigrún Hrönn Pálmadóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/448
Description
Summary:Verkefni þetta, sem við völdum til fullnaðar B.ed. prófs okkar frá Kennaraháskóla Íslands, er rannsókn á breytingum þeim er átt hafa sér stað í kennslu og kennsluháttum sex ára barna við Árskóla á Sauðárkróki s.l. 35 ár. Það hafði áhrif á áhuga okkar á þessu rannsóknarefni að við vorum í fyrsta árgangi sem hóf skólagöngu hér á Sauðárkróki sex ára. Þá kallaðist bekkurinn forskóli, en sjö ára nemendur voru í 1. bekk, í þáverandi Barnaskóla Sauðárkróks, sem síðan nefndist Grunnskóli Sauðárkróks, en í dag heitir hann Árskóli. Nú erum við að ljúka kennaranámi og sjáum þann mun sem átt hefur sér stað og finnst okkur nauðsynlegt að miðla þeirri vitneskju og sýna fram á hve þróunin hefur verið ör á þessum tiltölulega stutta tíma. Við vonumst til að þetta verkefni geti orðið til þess að varpa ljósi á breytingar, þróun og þau áhersluatriði sem þurfa að tengjast námi og kennslu sex ára barna.